Að gefa henni uppáhalds nammið/súkkulaðið hennar einhverntíman þegar maður kemur í heimsókn. Að nudda hana þegar hún er þreytt. Að hugga hana þegar henni líður illa. Að vita hvernig hún vill hafa kaffið sitt. Að setja klósettsetuna niður, ef henni finnst pirrandi að hafa hana uppi. Að þrífa hárin úr vaskinum eftir að maður rakar sig. Að skafa líka snjóinn af bílnum hennar þegar maður fer í vinnuna á undan henni. Að koma með glas af kóki til hennar eftir matinn. Að þekkja hana og geta nýtt...