okei, hér er ég komin..
ég hef oft átt í vandamálum með karlmenn en þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa um það einhverstaðar.
ég held að málið sé að ég er að “blow of some steam” eins og maður orðar það.

málið er að ég á kærasta, við erum búin að vera svona on og off í tvö ár.
en við virkilega elskum hvort annað og erum ákveðin að vera saman.
svo er mál með vexti að við áttum eiginlega svona “par” sem við skulum kalla óla og siggu.

þetta var svona par sem við gerðum hluti með, spiluðum borðspil heima hjá hvort öðru eða fórum útá lífið saman,
anyways ég fer að taka eftir því að þessi Sigga er farin að stíga í vænginn við karlinn minn, fyrst held ég að ég sé bara að gera of mikið úr hlutunum og sé svolítið paranoid,
sem er óþarfi enda treysti ég mínum manni 100%.
svo játar kærastinn minn að eitt kvöldið hafi þessi Sigga gerst ansi nærgöngul við hann eitt kvöldið.
Auðvitað verð ég fúl en ég læt það ekki bitna á kærastanum, ég varð fúl útí Siggu, hún var nú vinkona mín sem ég hélt að ég gæti treyst.
svo hætta Sigga og óli saman fyrir nokkrum mánuðum, alltílagi með það.

við höldum áfram sambandi við Óla og hittum hann reglulega.
svo síðustu helgi var kærastinn úti að labba með hundinn og ég þurfti að nota símann hans til að senda sms,
svo í inboxinu sé ég ótal sms frá þessari Siggu, eitthvað að tala um að hittast,
óteljandi blikkukallar og svona týpískt daður,

auðvitað fer þetta í taugarnar á mér.
þarna er afbrýðissemin farin að krauma í mér, þannig ég chekka símtalaskrána hans í símanum og sé að þessi Sigga hafi hringt í hann og hann hafi svarað.

svo líður kvöldið, og svo kem ég því mjög sakleysilega inní samræðurnar hvort hann hafi heyrt eitthvað í þessari Siggu og hann lýgur uppí opið geðið á mér og segir nei, hann var að tala við hana fyrir nokkrum klukkutímum!

ég veit ekki hvað ég á að halda, við eigum mjög opið og hreinskilið samband og hann veit að hann getur sagt mér allt og hann gerir það, eða svo hélt ég.
við grínumst oft með stelpurnar sem eru að reyna við hann, við tölum um það.
en hvað er málið núna?

ég geri mér fulla grein fyrir að ég var á vissan hátt undirförul, og ég skammast mín fyrir að hafa verið að hnýsast einhvað í símanum hans en ef ég hefði ekki gert það hefði ég ekki vitað af þessu. svo má bæta því við að ég er í tómum vandræðum,
mig langar að ræða við hann um þetta en þar sem ég braut ákveðnar “siðareglur” er ég ekki viss um að ég hafi rétt til þess

hvað finnst ykkur um þetta?


p.s
skítköst eru vinsamlega afþökkuð
Fegurðin er í augum sjáandans…