Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna fólk hlær að svertingja og karlrembubröndurum. Þegar ég heyri þá verður mér hugsað til fólksins sem lifir í raunveruleikanum sem er verið að hæðast að. Kúguðum kvenmönnum, fólki sem verður fyrir ofbeldi eða hatri vegna þess hvernig það lítur út. Mér finnst það ekki á nokkurn hátt fyndið og hlæ þess vegna ekki með.

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þetta eru hennar kenningar og skoðanir. Hún hefur rétt á þeim eins og hver annar maður. Það vill þannig til að þegar maður talar svona er það yfirleitt manns eigin skoðun og því óþarft að taka það fram.

Re: Póker verður 18+

í Forsíða (gamla) fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þetta er mjög eðlileg ákvörðun og góð. Mun án efa spara óþarfa vesen eins og þú nefndir.

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þráðurinn heitir, Karlrembur, þetta var mín athugasemd.

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Fyrir forvitnissakir. Hvernig er hin týpíska karlremba í þínum augum?

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Heyrðu, karl. Hún hefur ekki alhæft nokkurn skapaðan hlut, aðeins lýst vanþóknun sinni á þeim sem “haga sér” svona. Þessi þráður snérist heldur ekki um kvenkyns karlrembur.

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Æi steinhaltu kjafti.

Re: Karlrembur

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Yfirleitt leiðinlegar með misheppnað sjálfsálit.

Re: Fingrafaraskanni Vegabréf.

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
HA? Þetta er vissulega langt seilst inn í persónufrelsið en nú spyr ég. Þú getur ferðast eins og þú vilt, á þínu eigin nafni og forsendum svo lengi sem þú ert ekki að brjóta lög. Hvað er það sem þú hræðist sérstaklega? Ég hef mínar efasemdir varðandi svona hrikalegt eftirlit en það var auðvitað bara spursmál hvenær…

Re: Sveppatínsla :)

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég elska sveppi og ét þá hiklaust ósoðna, steikta eða grillaða. Beint úr bláa boxinu sem ég kaupi í búðinni. Það er líka geðveikt að fylla þá með piparosti og grilla. ANYWAYS.. Færðu eitthvað út úr því að sjóða þessa ræfla og “brugga” te? Vímu/tripp eða hvað það heitir. Mér finnst að þú ættir að gefa okkur hinum leiðbeiningar, alla vega mér. Því nú er ég að drepast úr forvitni.

Re: Þynnkumatur !

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Haha grænar ólívur? Þetta kom mér til að hlæja. Skil þig nefnilega. Þegar ég hef verið of langt leidd til að borða nokkur hef ég stundum læðst með puttana í ólívukrukkuna bara til að éta eitthvað. Veit ekki með snakkið þó. Híhí, ólívu

Re: Þynnkumatur !

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Feitur og sveittur matur ætti að bjarga maganum á þér ef þú ert eins og ég. Maginn á mér verður mjög veikur af áfengi, sama hvað ég drekk og í hversu miklu magni. Virðist ekki þola það. En það er s.s. bara eitt sem virkar á magann daginn eftir og það er sveittur matur, hamborgari/franskar eða KFC. Ekki mjólk eða nokkurs konar mjólkurvörur, ugh.

Re: Þurfa yfirstjórnendur að huga að hypja aðeins upp um sig buxurnar?

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Já, þeir gætu þurft að hysja aðeins upp um sig.

Re: Gaurar með munntóbak

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Sá veruleikafirrti hér ert þú. Það er nefnilega mikið til í þessu. Kjánalegir smátöffarar sem finna til sín og halda að þeir séu meira töff með bagg í vörinni er algeng sjón. Mörgum finnst þetta óneitanlega gott en það sést langar leiðir hvað menn verða sumir kjánalegir þegar þeir nota þetta, það er eins og þeim finnist töffleikinn leka af sér. Kannski er það bara nikótínið…

Re: Sprauta sig með grasi

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Í guðanna bænum farðu ekki að gera einhverja svoleiðis vitleysu.

Re: Sniffa gras

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Er kaldhæðnismælirinn alveg í tómu tjóni hjá þér?

Re: Hvar er best

í Bílar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Það er rosalega gott. Fékk einmitt besta tilboðið frá Sjóvá.

Re: velgengi mín :)

í Skóli fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Þetta er dapurlegt. Vonandi gengur þér betur næsta vetur. Þú hljómar ekkert alltof vitlaus.

Re: Staðan mín so far

í Skóli fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Þú hefðir átt að fara í MR. Þegar þú ert nýskriðinn úr stúdentsprófum þar er upplagt að fara í svo beint í læknaprófið beint á eftir, kennsluskráin á náttúrufræðibraut þar er eins sniðin fyrir tilvonandi læknanema. Bara pæling, aðallega til þeirra sem eiga framhaldsskólann eftir.

Re: Vorið 2010

í Skóli fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Það er ekki mikið pláss fyrir framfarir þarna.

Re: Gef random hugara miða á þjóðhátíð + flug + gisting

í Tilveran fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Þetta væri ég alveg til í.

Re: Hrikaleg eyðsla

í Bílar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Já, hreinlega ógeðsleg eyðsla

Re: Hrikaleg eyðsla

í Bílar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Mórallinn kom frá þér. Hjálparkorkarnir eru hér til þess að hægt sé að spyrja spurninga. Ekki til þess að fólk sem hefur ekkert fram að færa nema diss eða skæting geti tjáð sig.

Re: Hrikaleg eyðsla

í Bílar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Til hvers í fjandskotanum heldurðu að hjálparkorkar séu? Gáfulegast? Það liggur beinast við ef það er eitthvað að bílnum en hingað kom ég til að fá upplýsingar. Hér spyr ég ef ske kynni að einhver hefði eitthvað gáfulegt fram að færa eða hjálplegt, annað en þú. Steinhaltu ká joð og færðu þig um set.

Re: Hrikaleg eyðsla

í Bílar fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Ertu að reyna að vera sniðugur? Ég tók fram eyðsluna á bílnum fyrir viðgerð. Þetta svarar engum spurningum. NB: Ég fer aldrei yfir 2000-2500 snúninga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok