Karlrembur þið hljótið að vita hvaða týpa af gaurum ég er að tala um.
Þessi gaur sem heldur að hann sé voðalega töff og fyndinn þegar hann kemur með einhverja djóka um hvað kvenmenn eru ömurlegir í þessu og hinu, og að þær eigi heima í rúminu og eldhúsinu.
Númer 1,2 og 3.
Það eru fæstir sem finnast þessir “brandarar“ vera fyndnir.
Í fjórða lagi vill enginn stelpa svona gaur, nema hún sé með virkilega lítið sjálfsmat.

Allavegana tala ég fyrir mín hönd og margra kynsystra minna. Allur sjarmur fer af karlmönnum sem tala svona.
Stelpur vilja yfirleitt heyra fallega hluti um sig, ekki diss.

Svo furða ég mig alltaf jafn mikið á því að ef maður hlær ekki af þessu eða svarar fyrir sig, þá á ég allt í einu að vera orðin húmorslaus bitur feminista tík?
Svo eftir á er sagt að þessu hafi ekki verið beint að mér. Auðvitað eru þessir karlrembu djókar beindir líka að mér að einhverju leiti, þar sem ég er jú kvenmaður.

Annars er mín kenning sú að karlremba stafi út frá mikilli minnimáttarkennd og litlu sjálfsmati.
Ég sé þetta meðal annars oft hjá gaurum sem eru með mikla tappastæla/tippastæla og halda að þeir séu meiri menn en þeir eru. Ég vil líka minnast á að margir þessara gaura halda að þeir séu svo miklir playerar og geta fengið hvaða kvenmann sem þeir vilja, en come on!

Ég meina einu stelpurnar sem vilja sofa hjá svona gaur eru stelpur með ekkert álit á sjálfri sér eða drug addicts. Ég held að fáar stelpur sem eru með sjálfstraust og virðingu fyrir sjálfri sér vilja gaur sem reynir að halda ”þessari" ímynd á sér.
Hvaða stelpa vill vera með gaur sem er alltaf að dissa kvenþjóðina, og heldur að hann sé yfir hana hafinn?

Strákar: Stelpur fýla ekki svona tal, t.d. hvað við eigum að vera lélegir ökumenn o.fl.
Og ef þú ert að reyna að vera fyndinn, þá failaru mikið í því. Þið lookið heldur ekkert meira kúl meðal vinanna.

Lifum í sátt og samlyndi.
Available for parties ^-^