Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vantar fleiri spilara fyrir Call of Cthulhu

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Reykjavík, auðvitað! Mætti halda að fólk hefði ekki psychic powers hérna! :D

Re: Ég vil hvetja fólk til að nýta áhugamálið

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég get reynt að útskýra þetta betur ef fólk vill, þá kannski á íslensku. Ég var bara að reyna að gefa fólki grófa hugmynd. Það eru eflaust fleiri hérna sem eru tilbúnir að útskýra. Þá kannski betur en ég. Þetta er allavega oftast spilað með einum spunameistara og tveimur til fimm spilara. Spunameistarinn lýsir aðstæðum og hvað er að gerast og spilarnir bregaðast við eins og þeir vilja. Þetta er allt gert með því að tala og rúlla teningum. Character er persónan sem spilarinn spilar sem. Hann...

Re: Ég vil hvetja fólk til að nýta áhugamálið

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég stel hérna lýsingunni hans Vargs “Hér gefst spunaspilurum (Rólpleiurum, RPG-spilurum) tækifæri á að viðra sínar skoðanir á listinni, skiptast á hugmyndum og rotta sig saman um þau ýmsu málefni sem spunaspilun tengjast. Roleplay (RPG), eða Spunaspil einsog orðið hefur hvað best verið íslenskað, lýsir ákveðinni tegund ævintýraleikja sem vinsælir hafa verið í grasrótinni í um 3 áratugi. Þekktasta spunaspilið er sennilega gamla Dungeons & Dragons sem gegnum tíðina hefur fengið misgóða útreið...

Re: Búinn að fá nóg af múghugsun á þessum stað.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég? Pacifisti? Glætan! Ég get ekki verið þekktur fyrir það! :D

Re: Búinn að fá nóg af múghugsun á þessum stað.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég ætla að vona að það sé fæstir í þessum tveimur flokkum. Þetta hljómar eins og slæmar stereotýpur :) Hverjir eru annars hinir tveir flokkanir, ég er forvitinn að vita það.

Re: Búinn að fá nóg af múghugsun á þessum stað.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég vildi að við gætum verið allir vinir :) Það er náttúrulega gott að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og prófa mismunandi leikstíla, þó það sé ekki nema bara eitt stutt one shot ævintýri. En ég held að það sé mikilvægt að ræða þetta við hina spilarana, hvernig þeir vilja spila og prófa sig áfram. Allt bara á rólegu nótunum, svo allir hafi gaman af. En annars vildi ég benda á að það er hægt að búa til encountera sem eru sérstaklega erfiðir fyrir powerplayerinn sem er annars að rústa öllu. Þú...

Re: Vinsamlegast

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég verð að viðurkenna að ég er sammála Fizban. Allt annað en Arena týnist hérna ef þetta er sett inn á almenna þráðinn. Ég hef því miður engan áhuga á arena, þó það sé bara gott og blessað ef aðrir hafa það. Kannski er hægt að búa til nýjan dálk fyrir áskoranir og einn fyrir combat. Allavega ekki inn á almenna. Bara mín skoðun.

Re: Ævintýri?

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það má líka hafa það þannig að spilarnir þekkja ekki hvern annan heldur hittast allir þegar þeir eru ráðir til einhvers verks. Bara ein hugmynd.

Re: Newbie

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Greymantle kemur með gott svar, en það er gott að bæta við að í D&D þá snýst leikurinn mikið um að byggja upp characterinn, eða allavega hjá mörgum spilurum. Þannig það er kannski algengara þar að fólk spili lengi, lengi með sama characternum en í öðrum spilum.

Re: Hvern a að raðast a ?

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Stundum stendur í players handbook hvern skrímslin eru líklegust til að ráðast á. Svo verður þú að taka tillit til hversu gáfuð þau eru. Þar sem gáfaðri skrímsli gera áhrifaríkri plön. Svo má pæla í hvernig menningu þau eru úr. Sum munu ekki taka vissa PC classa alvarlega, heldur einbeita sér af þeim sem þeim finnst mest ógn. Það getur líka kryddað upp í spilinu að gera encounterinn öðruvísi en “þú sérð þrjá orc-a fyrir framan þig” heldur gera flóknari eða öðruvísi encounters. Bara að muna...

Re: Spunameistara skráning á mini mót!

í Spunaspil fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Er þetta mini mót hjá nexus, eða einhverstaðar annarstaðar?

Re: Einn í viðbót að leita af hóp.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Já, spilamótið er bara nýbúið. Ég hélt bara að þetta væri eingöngu D&D byrjandamót og sá fyrir mér eintóma 13 ára krakka þarna. En ég sá svo eftirá að þetta hefði verið stærra en það. Svo lendir það líklega á mér að vera alltaf GM/DM ef ég safna saman hópi af byrjendum. Mig langar akkúrat núna að prófa að vera player. Ég er annars minnst spenntur fyrir D&D núna, en ég er alveg til í að kíkja á það eitthvað.

Re: Einn í viðbót að leita af hóp.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þakka þér fyrir þessa mjög hjálpsömu uppástungu :D Annars það er þægilegra að fara í hóp sem er þegar uppbyggður en að setja saman einn. Annars hef ég verið að leita af auka spilurum fyrir mitt eigið campaign. Það hefur bara gengið illa að finna fólk og koma því saman á ákveðnum tíma. En jú, jú, skjóttu á mig skilaboðum ef þú ert á svipuðum aldri og ég og ert að leita af hóp.

Re: Kalamar og Transhuman space

í Spunaspil fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Heh, já… mér líst vel á þetta, þá sérstaklega Transhuman Space, þetta lítur út eins og eitthvað sem ég vil gera með GURPS. En ég hef ekkert skoðað þetta. Þessi tilbúinu ævintýri fyrir Kalamar gæti verið líka eitthvað sem mér langar til að skoða… En spurningin er þessi: Er eitthvað vit í þessu, transhuman space og Kingdoms of kalamar?

Re: Gamall GM leitar af nýjum spilurum

í Spunaspil fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Aha, fann þetta ekki strax falið eins og það er í byrjanda horninu :) Er annars 21 ára líka… Er með D&D star wars d20, Gurps 3rd. Treysti mér til að DM-a d20 kerfin en þarf aðeins að læra Gurps betur. PM-aðu mig bara ef þér finnst þetta eitthvað sniðugt :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok