Ég vil endilega hvetja fólk til að nýta þennan greinarflokk, spunaspil, til að leggja fram spurningar og fá hjálp við ýmislegt, jafnframt sem að nýta fólk hérna til að fullmóta sínar eigin hugmyndir. Kannski vil fólk fá hugmyndir fyrir character, hugmyndir fyrir campaign, fyrir nýjum roleplay kerfum.

Það eru margir hérna sem hafa gaman af því að svara spurningum um roleplay. Hvort sem það er að kynna áhugamálið eða mjög tæknilegum spurningum um eitthvað ákveðið kerfi. Þarf að auki vil ég hvetja fólk hér til að svara spurningum vel, í stað þess að vera bara kaldhæðið eða svara illa, það er ekkert sem heitir vitlaus spurning þegar maður veit ekkert um þetta.

Það eru ekki allir sem hafa gaman að skrifa upp langar sögur um leiki, campaign sem þeir hafa spilað en það væri gaman að fá að vita gróflega hvað fólk er að spila.

Svo væri gaman að heyra hver reynsla fólks er af nýju efni og bókum, það væri gaman ef fólk gæti komið með skoðanir um nýjar bækur án þess að það verði eitthvað skítkast.

Í stuttu, þá vil ég hvetja fólk til að nýta áhugamálið spunaspil þannig að það sé hægt að stækka það og kannski laða fleiri að.