Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Minniháttar nöldur

í Bílar fyrir 18 árum
Þó þessi hópur keyri meira á nóttinni um helgar þá jafnast það út aðra daga. Það eru alltaf einhverjir sem keyra óeðlilega mikið en akstur atvinnubílstjóra (og annara hópa sem keyra mikið) ætti að gera miklu meira en að vega það upp. Þó við myndum gefa okkur að allur þessi hópur keyrði tvöfallt á við meðalökumann (sem er langt í frá raunhæft) þá vegur það ekkert í dæminum, munurinn er svo mikill. Eins og ég sagði áður, það er ekkert skrítið að hópurinn með minnstu reynsluna séu verstu...

Re: Minniháttar nöldur

í Bílar fyrir 18 árum
Það skiptir engu hvað okkur finnst, það er hægt að skoða helling af rannsóknum á þessu málefni. Ég hef lesið þær margar og kíkti á eina rétt í þessu frá Umferðarstofu sem sínir að og hópurinn 17-20 hefur mestu hlutdeild í umferðarslysum (aðrar taka meira afgerandi á tjónvaldi og þessi hópur kemur ekki betur útúr því). Næst versti hópurinn er 21-24 með helming 17-20 ára hópsins. Aldursbilið 25-64 er hefur tvöfallt hærri hlutdeild en 17-20, þ.e. þessir 40 árgangar eru með aðeins tvöfallt miðað...

Re: Minniháttar nöldur

í Bílar fyrir 18 árum
Því miður þá er hópurinn frá 17-24 ára sá hættulegasti. Allar rannsóknir sína það. Það er kannski ekki skríðið, óreynt fólk hefur enga reynslu, og á oft erfitt með að átta sig á takmörkunum sínum. Þegar ég var 17-18 þá keyrði ég eins og bjáni, og hef eflaust talið mig með bestu ökumönnum sólkerfisins (og þó víðar væri leitað). Í dag er ég miklu betri ökumaður en ég var þá en læt mig ekki dreyma um að gera hluti sem ég gerði hér áður. Vissulega get ég gert það sama, ég hef bara vit á að...

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Ég hefði getað keypt slatta af 14bff á slikk fyrir um ári síðan, en hafði ekkert að gera við fleiri en eina (gámurinn er fullur af drasli, get ekki bætt miklu við). Sá sami (er fluttur úr landi) átti ekki d60 handa mér en ætlaði að láta mig vita ef hann dytti um svoleiðis grip. Ég er búinn að vera að leita af d60 á verði sem ég sætti mig við en án árangurs í langan tíma. Keypti reyndar bíl með d60 og 14 bff með bróður mínum, ég ætlaði að eiga framhásinguna og átti að skella d44 undir hann....

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Ef þessi kanar hafa ekki vitað hvernig hægt væri að beygja með þessi dekk þá hafa þetta verið einhverjar táningsljóskur. Þessi dekk eru nefnilega ekki framleidd á Íslandi, þó sumir virðist halda það. Það er mjög algengt að þeir séu með stýristjakk og sumir eru alfarið með vökvakerfi (en þeir eru víst ekki götulöglegir, eðlilega). JHG

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Það er hellingur til af 14bff en lítið af D60 (kannski minna af 14bsf, en á svoleiðis líka). Ég keypti 14 boltann á 15.000 en d60 fer á miklu meiri pening. Þegar ég kem höndunum yfir d60 þá fer pakkinn undir. Ég breytti mínum fyrir 44" fyrir allmörgum árum síðan. Ég hef bara aldrei drifið í því að kaupa dekkin. Bíllinn er furðu góður á 38 tommunum, en ætli læsingarnar hjálpi þar ekki mikið til. En nú er maður hættur að nota þennan bíl sem aðalbíl á veturna, og getur leyft sér að leika sér...

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Hér á landi er mjög algengt að menn nota d44 og 10b stærri eða 12b og 9“ Ford fyrir 38-44”. Ég hef verið með 38" Blazer K5 með vel peppaða 350 í um 10 ár, með d44 og 12b. Þetta dót hefur staðið sig mjög vel (þrátt fyrir að vera ekki hlíft, og eina skemmdin var þegar smurstöð gleymdi að setja olíu á afturhásingu. Ég gat keyrt í nokkra mánuði með hásinguna án olíu, en loksins gafst legan við pinjóninn upp. Þó annað væri ekki brotið þá var það allt orðið blátt og var skipt um það í boði VÍS. Ég...

Re: Ford Vs. Toyota

í Bílar fyrir 18 árum
Þetta átti að sjálfsögðu að vera yfir 200 þús. mílur en ekki “yfir 200 mílur”. JHG

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Ekki alveg rétt. Ég kannast við slatta af liði frá Norður-Kaliforníu (á ættingja þar) og Colorado sem nota jeppana sína sem jeppa. Þetta eru vel breyttir bílar, og mikið lagt uppúr því að þyngdarpunkturinn sé neðarlega. Eina sem aðgreinir þá frá okkur er að þeir eru fæstir með brettakanta, enda þarf það víst ekki allstaðar. Engin af þessu liði eru atvinnumenn í greininni, og ekki eru þeir að keppa, þetta eru bara venjulegir menn að leika sér eins og við. Margir eru með samskonar jeppa og ég,...

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Eins og ég sagði í öðru svari þá er ekki öll amerísk breyting eins. Það er hellingur af mönnum þar sem nota klippurnar grimmt og standa okkur ekki að baki (og sumir eflaust framar). Margir íslendingar eru svo hrokafullir að halda að við séum mestir og bestir en því miður er það ekki svo. JHG

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Afhverju er hann lúinn? Mér sínist hann vera við hestaheilsu. Við íslendingar höldum stundum að við einir kunnum að breyta jeppum. Í Bandaríkjunum eru allavegana tvær tegundir af breytingum. Önnur er fáránleg, og í raun miklu meira fyrir sjóvið en hin er hardcore. Ég hef verið í sambandi við jeppamenn frá Bandaríkjunum sem hlægja af mörgum breytingum þar í landi. Þeir kalla þá bíla Posera. Þessir karlar nota stóru skærin óspart í sínar breytingar og þeirra bílar þola meira en okkar bílar (er...

Re: chervolet pic-up

í Jeppar fyrir 18 árum
Það fer allt eftir ríkjum Bandaríkjanna. Í mörgum ríkjum má hæð stuðara ekki fara uppfyrir ákveðið hámark. Okkar jeppar væru ekkert löglegri þar. JHG

Re: Ford Vs. Toyota

í Bílar fyrir 18 árum
Ég hef ekkert á móti Toyota, þeir framleiða bara ekki bíla sem mér finnst skemmtilegir, en það er smekksatriði. Faðir minn kaupir hinsvegar ekki Toyota eftir að hann lenti á mánudagsbíl frá þeim og umboðið brást algjörlega (standa sig miklu betur núna). Það hrundi allt sem gat hrunið í þeim bíl. Ég var einu sinni næstum því búinn að kaupa Toyota Carina e 2,0 lítra en hætti við eftir reynsluakstur (alltof mikið veghljóð og full lítið afl fyrir minn smekk). En ég skil ekki hvernig þú getur...

Re: Þið sem eigið 8 cyl. bíla

í Jeppar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ef hann kaupir góðan bíl þá þarf viðhaldskostnaðurinn ekki að vera svo hár. Ég hóf mína jeppamennsku (eins og margir fleiri) á Suzuki Fox, sem ég átti í 7 ár. Ég var alltaf að gera við eitthvað smotterí (og stundum eitthvað miklu meira en smotterí). Það bilaði alltaf eitthvað í hverri ferð, en alltaf kom maður súkkunni samt í bæjinn. Svo ákvað ég að kaupa gamlan Blazer K5 á 38" dekkjum. Vinir mínir vöruðu mig við, sögðu að ég myndi eyða einum degi á fjöllum og tveim inní skúr. Reyndin var...

Re: Hraðakstur

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það er í sjálfu sér ekki svo alvarlegt að prófa við bestu aðstæður. Ég hef miklu meiri áhyggjur af þeim sem að stunda hraðakstur. JHG

Re: Hraðakstur

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef ekið mjög hratt á erlendum hraðbrautum. Þar eru aðstæður til þess. Hér á landi eru engar aðstæður fyrir svona akstur. Hér á landi hef ég farið hraðast upp í 160 og það var fyrir mistök. Ég hafði verið að stilla kickbarka á sjálfskiptingu og var að testa hvernig skiptingin aktaði. Ég horfði á snúningshraðamælinn en ekki hraðamælinn. Allt í einu rak ég augun í að ég var kominn upp í þennan hraða og bremsaði mig niður. Annars hef ég einstaka sinnum skotist upp í 130-140 við framúrakstur...

Re: Hraðakstur

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef jafn gaman af að kitla pinnan og flestir aðrir. Ég hef haft bíladellu mjög eins lengi og ég man eftir mér og á tvo V8 bíla og einn með sexu. Maður þarf ekki að fara hratt þó það sé gert. Ég gef stundum í upp í 80-90 en slaka á eftir það. Þegar ég keypti Transaminn var mér sagt að ég yrði fljótur að tapa skírteininu á honum. Nú hef ég átt hann í allmörg ár og teinið er ennþá í veskinu :) Ég á mjög erfitt að skilja þá sem að þurfa að keyra vel á öðru hundraðinu eða jafnvel því þriðja...

Re: Þið sem eigið 8 cyl. bíla

í Jeppar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég var með nokkuð peppaða 350 í 1981 Blazer K5 á 38" með 4.88 hlutföll og engan yfirgír (mæli með yfirgír, bíllinn er á alltof háum snúning á 100 km hraða). Þegar ég keypti bílinn þá fékk ég vægt sjokk. Ég átti von á ~25 l/h en fyrstu tankfyllingar voru ~37 l/h. Vissulega notaði ég pinnan vel en þetta var fáránlegt. Fljótlega fór ég að skoða hvað gæti verið að og fann bensínleka á mörgum stöðum. Einnig voru sumar vacum slöngurnar lélegar. Eyðslan minnkaði mikið við þetta. Eftir að bensínverð...

Re: Hraðakstur

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég held mig yfirleitt aðeins fyrir ofan hámarkshraða. Ég skil ekki menn sem keyra langt yfir hámarkshraða. Menn eru ekki bara að stofna sjálfum sér í hættu heldur öllum í kringum sig. Þó bílarnir í dag séu komnir með allskonar dót þá hafa bílarnir ekki verið vandamálið. Það hefur verið hægt að keyra bíla örugglega á góðum hraða í áratugi, þar sem að aðrar aðstæður hafa leyft. Vandamálið eru umferðarmannvirkin og ökumennirnir sjálfir. Umferðamannvirki hér á landi eru almennt ekki gerð fyrir...

Re: Bensíneyðsla

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Sammála því. Þessir bílar fást reyndar með nokkrum vélum en þegar 1600 BMW sem er 10,9 sekúndur í 100km/klst kostar frá 2.450.000 kr þá hef ég grun um að eitthvað annað en hagkvæmnissjónarmið liggji á bakvið kaupin (og reyndar ekki heldur aflið). Eyðslan er uppgefin 7,5 l/h. Það er til slatti af ódýrari bílum sem eyða minnu. Annars þá er hægt að fá þokkalega sprækan BMW-1 en hann kostar líka 4.350.000 kr. JHG

Re: Bensíneyðsla

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef ekkert á móti BMW almennt. Þetta eru ágætis bíla þó þeir séu kannski ekki eins góðir og heittrúaðir halda fram (en það á einnig við um heittrúaða á aðrar tegundir). Ég er bara ekki spenntur fyrir BMW með minni vélunum, þá geta menn eins verið á Toyota. JHG

Re: Bensíneyðsla

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hef ekkert undan stærri bílunum frá BMW að kvarta, og finnst alls ekki slæmt að keyra þá. Það er bara mín persónulega skoðun að ef menn ætla að kaupa sér hagkvæman fjölskyldubíl og láta skemmtun lönd á leið þá (því menn kaupa ekki BMW með minni vélunum vegna skemmtanagildis) þá séu miklu hagkvæmari kostir í stöðunni. JHG

Re: Bensíneyðsla

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ekki sjálfur en hef þekki þó nokkra sem hafa prófað þá og þeim fannst menn ekki vera að fá mikið fyrir peninginn. Ég hef einnig keyrt nokkra BMW með minni vélarnar (316 og 318) og var langt frá því að vera ánægður. Að mínu viti þá standa þessir BMW-ar ekki undir því orðspori sem BMW vill halda á lofti. Ég sá einnig umfjöllun Top Gear um hann (þó ég taki ekki alltaf of mikið mark á þeim) og hún var ekki honum í hag. Ég man ekki betur en hann hafi verið 11 sekúndur í 100 km. Sem sagt langt frá...

Re: Bensíneyðsla

í Bílar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það er dæmi um bíl þar sem að menn eru að borga alltof mikið fyrir merkið.

Re: Hvað finnst ykkur um þennann?

í Bílar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
átti að vera “…sportlegan…”
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok