Ég er svona að spá, þið sem eigið 8 cyl jeppa (bensín)

Er alveg heví vesen að reka þetta? og ef þið berið ykkur saman við aðra jeppa kalla t.d. Patrol, Hilux og fleiri, eru þið þá alltaf með langsamlega mestu eyðsluna eða viljiði meina að það muni ekki svo miklu peningalega séð en helling hvað varðar kraft og slitlega séð (líklega minna slit á vélum sem eiga auðveldara með að ganga, en auðvitað eru einhverjir kannski á þyngri jeppum og hlutfallslega er þetta sama erfiði)

Hvernig líst ykkur reynsluboltunum á að ég menntaskólanýgræðingur myndi eiga einn 70´s rudda, (yrði ekki keyrður nema þegar ég þarf á honum að halda) Eru þessir gömlu mótorar skítsæmilega gangvissir í heildina litið og ef ég hitti á ágætis eintak ætti hann þá ekki að virka bara “jafnvel” og hvaða jeppi sem er…? (nenni ekki að hafa hann inní skúr endalaust)

Síðan er annað, ef maður færi nú í langkeyrslu, ætlaði t.d. til akureyrar, (þetta yrði sjálfskiptur bíll) og engin yfirgír væri á sjálfskiptingunni, hvernig myndi maður bregðast við því ef maður myndi vilja halda eyðslunni niðri, er eitthvað hægt að gera til að drepa aðeins niður snúningshraðann? myndi maður bara þurfa fá nýja skiptingu með o/d ?

Vonandi yrði svona stór bíll ekki minn fyrsti, er kannski að fara kaupa tjónaða suzuki swift tík, krukka í honum og æfa mig þótt svona lítill bíll sé kannski ekki samanburðaverður við einhvern risa jeppa en samt sem áður er pælingin á bakvið “how engine works” sú sama…

Auðvitað á ég kannski að fá mér súkku fyrst eins og kannski flestir jeppakallar gerðu. En ég þarf pallbíl, því fyrr því betra..

hvað segja menn…

Kv Tómas