Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bandaríkin - Ameríka

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
He he… einmitt. :D Heyrðu, manstu hvenær Kanada varð hluti af breska samveldinu? Eins og þú sagðir þá tilheyrði það fyrst Frakklandi (held ég?), amk það svæði sem nú er Québec.<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Klassísk tónlist (undirskriftarlisti)

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Moi! :)<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Undirskriftarlisti fyrir klassík.

í Metall fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég styð þig! :) Veistu eitt… það er nú bara raunin að mjög margir sem hlusta á metal, sérstaklega old-school metal svosem Iron Maiden, Judas Priest, Dio o.s.frv, hlusta líka mikið á klassíska tónlist. Ennfremur þeir sem eru mikið í progressive metal eins og Dream Theater… Ég sjálf hef hlustað á klassík síðan ég fæddist liggur við, ólst beinlínis upp við hana. Þannig að… ég styð áhugamál um klassík! :)))<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Iron Maiden - Fyrstu árin

í Metall fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Alveg meiriháttar grein! Takk takk! :) Merkilegt hvað það eru margir hérna hrifnari af DiAnno en Bruce D? Hvað ætli sé málið? Hmm… Ég hafði alltaf gaman af Maiden sem unglingur, en fór samt aldrei fyrir alvöru að hlusta á þá fyrr en þegar Brave New World kom út. Hef svo verið að safna diskum með þeim, og á nú meirihlutann af þeim… Þetta er alveg frábær hljómsveit! Lög, textar, hljóðfæraleikur… klassi. Já og hann Bruce Dickinson… hvað get ég sagt um hann annað en að ég elski hann. Enough...

Re: Ídí Amín

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jeminn, er hann ennþá á lífi? Ég hélt að hann væri löngu dauður kallinn… Man eftir því þegar það var alltaf verið að tala um hann í fréttunum þegar ég var lítil. :)

Re: Sagan um Ísfólkið, Tennur Drekans

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fyndið… Ég er núna einmitt að lesa Ísfólkið allt í gegn aftur, en ég las þær allar með tölu sem unglingur. Datt bara svona í hug að taka þær allar aftur, svona til að rifja upp gamla tíma, og það er alveg ótrúlega skemmtilegt að lesa þær aftur… :) Var núna, þegar ég skrifa þetta, að klára bók nr. 27, “Hneykslið”. “Tennur drekans” er mjög skemmtileg, en allsekki endilega sú besta. Og ég er sammála því að það VERÐUR að lesa þessar bækur í réttri röð. Þetta er ein samfelld saga, skiljiði. ;)...

Re: Tarsan, í eða úr tísku?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Idf: LOL!!! :D Vissuð þið annars að það tíðkaðist hjá egypskum prestum til forna að fjarlægja ÖLL líkamshár?

Re: Tarsan, í eða úr tísku?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já, hver getur gleymt Phil Oakey í Human League… :D Þau komu reyndar til Íslands sumarið 1982. Ég fór einmitt að sjá þau og skemmti mér alveg mjög vel (var jú bara 13 ára gelgja… já, ég var einusinni gelgja, believe it or not). :D Jú mikið rétt, tískan endurtekur sig. Sjáið bara hippatískuna á 10. áratugnum. Ég sá einusinni gamla mynd frá 1970 af einhverjum unglingsstúlkum, og klæðnaður þeirra var barasta alveg eins og í kringum 1990!

Re: Bandaríkin - Ameríka

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef stundum hugsað um Kanada sem e.k. litlu systur Bandaríkjanna sem býr ennþá heima hjá mömmu (Englandi). En já, það hlýtur að vera skrítið að búa í enskumælandi landi svona alveg ofaní Bandaríkjunum… Ég veit líka að það fer alveg ferlega í taugarnar á Kanadamönnum þegar þeir eru teknir fyrir Bandaríkjamenn erlendis. Sem er kannski eðlilegt samt, því einusinni gat ég allsekki heyrt neinn mun á því hvernig Bandaríkjamenn og Kanadamenn töluðu… fannst þetta allt vera sama “amerískan”. En...

Re: SOS!!!! AUGABRÝR Í OFLITUN!!!!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
He he he… ég lenti einu sinni í þessu. Prófaðu að nota meik yfir allt svæðið, og líka að þekja svæðið sem litaðist með svona bóluhyljara… Það hjálpar. Svo eftir nokkra daga lagast þetta… :)<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Stelpur

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
I want to believe!<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Bandaríkin - Ameríka

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Svolítið gaman að því líka, að Kanadamenn líta á það sem hálfgerða móðgun að vera kallaðir “Americans”… kaldhæðnislegt samt, því að þeir eru í rauninni alveg jafn miklir “Ameríkanar” og Bandaríkjamenn eru. - Og það eru íbúar Venezuela líka, ef maður pælir í því. ;) Synd að Bandaríkjamenn skuli vera búnir að stela orðinu “American”… En samt alveg eftir þeim… Annars fyrst að við erum að tala um Kanadamenn, og einhver hérna minntist á það hvort að við ættum að tala um “ríki” eða “fylki” í USA,...

Re: Tarsan, í eða úr tísku?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég las þessa grein líka, og veistu Esther, ef þú ert gamaldags þá er ég það líka. ;) Ég vil líka hafa karlmenn eins og karlmenn í útliti, þ.e. ómálaða og loðna, he he he… Auðvitað eiga þeir að vera snyrtilegir samt. En kommon, er vatn, sápa, og rakspíri ekki nóg? Ég hefði haldið það. Ég man að ég hugsaði þegar ég las þessa grein, “hvert er heimurinn að fara?” En svo rann upp fyrir mér: Þetta með að karlmenn máli sig er í rauninni ekki neitt nýtt. Við sem eldri erum munum jú vel eftir Duran...

Re: Saga Helloween Part II

í Metall fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef ekki enn prófað að taka Helloween fyrir (hélt alltaf að þetta væri eitthvað thrash metal band, he he), en langar að prófa að hlusta á þá. Ég á reyndar tvö mp3 með þeim, Future World og I Want Out. :) Pælið í því að Michael Kiske er jafngamall mér! Creepy…

Re: Dream Theater

í Metall fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það stendur 1992 á mínum I & W diski. :)

Re: Dream Theater

í Metall fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ehhhh… þetta var ég. Tölvan var eitthvað að stríða mér… dááá! :O

Re: Ég á littla mús...

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er upphaflega eldgamalt lag frá því 1970 og eitthvað, sem Jóhann Helgason söng á sínum tíma. Upprunalegi textinn er e-n veginn svona: Ég á litla mús, hún heitir Heiða Ég var að greiða henni í dag, herra Jón. Hún er ofsa fín, hún kann að dansa og hún dansar svo vel, herra Jón. Þó að hún sé feit, þá er hún ofsa mikið krútt með rauða slaufu í skottinu. Ef ég fæ að hafa hana hjá mér skal ég gefa henni ost, herra Jón. Hún skal aldrei fá að sleppa frá mér Má ég gefa henni ost, herra Jón....

Re: Bruce Dickinson

í Metall fyrir 21 árum, 4 mánuðum
LOL!!! Og senda tvisvar… þú ert greinilega með Alzheimer Light…! DJÓK!!! :D

Re: KISS

í Rokk fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki til þess að neinn í KISS sé samkynhneigður. Þvert á móti hafa þeir alltaf þótt miklir kvennamenn. T.d. hefur Gene Simmons gortað af því að hafa sofið hjá 5000 konum (hvað sem svo er satt í því efni). Annars er hann giftur (Shannon Tweed heitir hún), og Ace Frehley líka. Um hina veit ég ei.<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Bruce Dickinson

í Metall fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sko, ég man ekki alveg hvernig þetta var, en það er rétt að í kringum 1990 var Bruce eiginlega búinn að fá nóg, og fannst hann ekki geta gert allt það sem hann langaði til að gera í Iron Maiden; svo hafði alltaf verið frekar stirt milli hans og Steve Harris (sem betur fer mun það ekki lengur vera svo). Svo vildi hann líka geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni sinni. Þannig að það varð síðar til þess að hann hætti í Maiden 1993. Ég hef líka heyrt eitthvað um að hann hafi þjáðst af þunglyndi...

Re: Hápunktar kvikmyndanna!! TTT (seinni hluti...)

í Tolkien fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Einmitt það sem ég var að hugsa… Éowyn sagði að konur í Rohan hefðu áður fyrr lært að beita sverði ekki síður en karlmenn. Mér fannst einmitt svo gott sem hún sagði, að þótt konur notuðu ekki sverð, þá gætu þær fallið fyrir sverði ekki síður en karlmennirnir. So true, og á við enn í dag (byssur að vísu nú á dögum). En annars er þetta með konur og hermennsku efni í aðra umræðu, he he he… :D

Re: 100 bestu Bresku tónlistarmennirnir!

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef á tilfinningunni að þetta sé einhvers konar vinsældakosning innan Bretlands. Hér er að finna slatta af fólki sem bókstaflega er ekkert þekkt utan Bretlandseyja (og nota bene, þarna eru þónokkrir Írar inn á milli). Veit t.d. einhver hér á Huga hver Kirsty MacColl er? Hélt ekki… Og Undertones, Squeeeze, Specials og Japan? Löngu dánar grúppur… Og já, ég er hneyksluð að Iron Maiden skuli ekki vera þarna. :(

Re: 100 bestu smellir allra tíma!

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fullt af góðum lögum á þessum lista. :) En nú finn ég alveg rosalega fyrir því hvað ég er orðin gömul… það er slatti af lögum þarna sem ég hef barasta aldrei heyrt, og það eru öll nýjustu lögin! Svona er það þegar maður er hættur að hlusta á útvarp… :O

Re: Aldur Frodo

í Tolkien fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er með kenningu: Sko, hobbitar verða lögráða 33 ára, og hvenær verða menn venjulega lögráða? Á bilinu 16-18 ára. Þannig að ég reiknaði það út að 2 ár hjá hobbitum gætu samsvarað 1 ári hjá mönnum, þannig að 111 ára aldur gæti verið sá aldur þegar hobbiti verður “löggilt gamalmenni”. Með öðrum orðum, þegar Frodo er 33 ára samsvarar hann 17 ára unglingi, og þegar hann er 50 ára samsvarar hann 25 ára ungum manni. Náðuð þið þessu? :D En mér finnst þetta lógískt.<br><br>Kv. Hrafnista

Re: Hápunktar kvikmyndanna!! TTT (seinni hluti...)

í Tolkien fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Verð að taka undir þetta með börnin í Rohan. Var einmitt að pæla í þessu… svona lifir maður sig inn í myndir stundum! En hvað var Théoden eiginlega að pæla? Vígbúa 12 ára börn og örvasa gamalmenni, bara af því þau voru karlkyns, og loka fullfrískar konur (eins og Éowyn, sem vissulega gat barist) inni??? Var fólk virkilega svona heimskt á þessum tíma…? Hmmm… já, svona lifir maður sig inn í myndir. Mikið djö…. varð ég reið. Ég hef á tilfinningunni að Théoden hafi gert þetta til að láta herinn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok