Sagan um Ísfólkið, Tennur Drekans. Skrifuð af Margit Sandemo og íslenskuð af Ingibjörgu Jónsdóttur. Sagan kom út árið 1985 og er 169 bls..
Margit Sandemo hefur samið fjölda annara bóka og þar er helst að nefna bækurnar Álagafjötrar, Nornaveiðar og Hyldýpið.
Hún samdi frægu bókakeðjuna um Ísfólkið og er mikils metin af öllum þeim sem lesa vikublöð, enda hefur hún skrifað rúmlega fimmtíu framhaldssögur.

Sölvi Lind af ætt Ísfólksins verður var við það að hann nær oft að eignast hluti ef hann langar rosalega í þá, t.d. þegar hann var lítill langaði hann rosalega í kött og hann eignaðist hann þó svo að móðir hans hataði ketti. Hann telur þetta bara tilviljun og heldur áfram með lífið. En þegar hann fer að nálgast fullorðnisárin uppgvötar hann það að þetta er ekki bara tilviljun, hann uppgvötar að hann er einn hinna bannfærðu, sem fæðast einn í hverjum ættlið eftir að Þengill hinn illi forfaðir hans seldi djöflinum sál sína fyrir jarðnesk gæði.
Hann notar hugarorkuna til illverka og líka að komast yfir konur. Hann barnar síðan óvart eina konuna og eignast son ,,skrýmsli’’ sem hann situr uppi með eftir að mamma þess dó við fæðinguna. Hann getur ekki drepið eða losað sig við barnið vegna alrúnarinnar, en hún er verndargripur sem verndar barnið gegn illu sem Sölvi fékk hjá föður sínum.
Hann geymir því barnið í búri svo enginn sjái það. Síðan fer hann að leita að Þengli hinum illa og hefur barnið með sér í búrinu.
Höfundurinn er að fást við þau málefni sem fæst okkar þekkja, þ.e. galdra og hin myrku öfl. Afkomendur Þengils hins illa reyna að hafa upp á staðnum þar sem hann gróf niður pottinn, sem hann notaði þegar hann gól seiðinn til að mana fram “herra undirdjúpanna”. Með því að finna þann stað og þá pottinn, telja þau að þeim takist að uppræta bölvunina sem fylgt hefur ættinni frá því að þessi atburður átti sér stað.
Aðalpersóna sögunnar heitir Sölvi Lind og er af ætt Ísfólksins.
Hann er með dökka síða lokka og er mjög laglegur í útliti.
Hann getur stjórnað hlutum og lifandi verum með huganum, en er mjög hefnigjarn og viðskotaillur, sem eru hans helstu gallar ásamt græðgi og kæruleysi. Sölvi er illur og líkar manni þessvegna ekkert alltof vel við hann. Persónurnar eru mjög trúverðugar og er það einn helsti kostur sögunnar.
Helstu aukapersónur sögunnar heita Heikir og Elena. Heikir er sonur Sölva. Hann er með svart hár, gul augu, líkist tröllabarni sem þó vekur hjá lesendum vorkunn. Sölvi læsir Heiki inni í búri og gerir honum lífið leitt.
Sölvi er mjög vondur við Heiki, gefur honum lítið að borða, baðar hann næstum aldrei og stingur prjóni í hann til að reita hann til reiði.
Elena er gullfalleg ung kona sem Sölvi reynir að tæla án þess að nota hugarorkuna.
Hún er munaðarlaus og á enga peninga.
Ungan mann Milos að nafni langar til að biðja hennar en pabbi hans vill að hann giftist ríkri konu, ekki Elenu.
Sölvi þykist vera vinur hennar og það tekst nokkuð vel.
Sagan gerist á 17.öld og ferðast aðalpersónan á milli Svíþjóðar, Austurríkis og Slóvakíu. Lýsingar eru einn besti hluti sögunnar og sér maður umhverfið vel fyrir sér.
Aðalpersónur sögunnar eru lágstéttafólk.

Mér finnst allar lýsingar vel gerðar í bókinni, en þó er helst til mikið af þeim. Persónurnar eru líflegar og raunverulegar.
Bókin gæti verið meira spennandi - hún verður hálf þreytandi á köflum.
Of mikið af lýsingum samsvarar of lítilli spennu sem þýðir að bókin verður hálf þreytandi. Sagan hefur þann boðskap að græðgi er ekki góðri lukku stýrandi.
Mér fannst aðalpersóna sögunnar ekki leysa vandamál sitt í sögunni nógu vel.
Þ.e.a.s. varðandi son hans Heiki, mér finnst að hann ætti að kenna honum á myrkraöflin og gera hann illan, sem væri meira í anda Sölva sjálfs, en þó er það spurning, því Sölvi er eigingjarn og hrokafullur.
Það sem gerir helst spennu í þessari sögu, er góð lýsing á því þegar Heiki tekst að flýja frá Sölva, en þar sem Sölvi hafði haldið honum svo lengi í búri, gat hann ekki gengið, heldur þurfti að skríða gegnum grýttan skóg og kletta þar sem ýmis rándýr lifðu eða höfðu aðsetur.
Bókin hentar helst 11-14 ára aldri, eða þeim sem vilja lesa myndrænar bækur sem þó ekki skilja mikið eftir.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World