Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hespera
Hespera Notandi síðan fyrir 20 árum, 9 mánuðum 45 ára kvenmaður
54 stig

Tómleikinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Líkt og að stíga á tómið án þess að falla Líkt og grænn verði gulur og gulur verði grænn Líkt og hljóð verði afstæð og missi tengsl við það sem hreyfist Líkt og svefn sé eina hin eina gleði eftir og draumar hafi misst sinn tilgang Líkt og allt er ekkert og ekkert er allt Slíkur er tómleikinn

Andvaka (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Augu mín eru galopin, en mig syfjar Þúsund hugsanir hringsnúast í maganum á mér um allt sem ég þrái og allt sem ég óttast Ég kenni því sem angrar mig um þessum endalausu litlu flugum sem þurfa alltaf að suða í kringum höfuð mitt og spilla gleðinni En ég veit að ég get bara sjálfri mér um kennt því ég gæti notað flugnanet Ef flugnanet gæti nú bara dugað á þig. Ég er andvaka

Hræsnarinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Guð er hættur að hlusta á syndugan hræsnara eins og mig enginn nema ég heyrir raddirnar í höfði mér sem kæfa hvor aðra líkt og andlitslausar raddir neðanjarðarlestar Nú hef ég ekkert að hrópa á í neyð nema eigin skynsemi Getur skynsemin bjargað mér ef Guð er til? En Hann ER til Hann er bara í fýlu

Einveran (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Að heyra hlátur en ekki hlæja Að gráta biturlega en án tára Að sakna þín þótt ástin sé horfin Það er einveran
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok