Það er verið að stoppa þróunina með því að setja niður þessar ,,réttu" beygingar.Þetta er ekki rétt. Það er verið að koma í veg fyrir algera örvinglun og ráðaleysi í máli manna, auk þess sem ekki er verið að “setja” beygingarnar þarna, heldur hafa þær verið þarna frá örófi alda, af góðri ástæðu. Hvers vegna, þegar lífshættir manna eru að breytast hvað hraðast, má málið það ekki heldur?Þú verður að átta þig á að málið er að breytast. Það er að breytast hratt, og mestu áhyggjur manna beinast...