Ég var að skoða gamlar myndir áðan teknar með vefmyndavélinni minni þegar ég tók eftir því að dekkstu fletirnir voru á hreyfingu,semsagt pixlarnir, þetta var í ýmsum litum. Síðan fór ég að horfa betur og sá þá að það var eins og sjónvarp væri í gangi í bakgrunninnum þar sem pixlarnir birtust á hreyfingu.

Þetta birtist eingöngu á myndum teknum með vefmyndavélinni minni, þetta eru ekki vídjó.

Getur einhver ímyndað sér hvað þetta er?


Bætt við 14. júní 2007 - 20:21
Jæja, nú skammast ég mín.

VLC player var í gangi hjá mér og það virðist sem kvikmyndin hafi gegnumlýst yfir í þær myndir sem ég var að skoða en eingöngu þær sem teknar voru í vefmyndavélinni minni.

=/

En bara svona af forvitni, veit einhver af hverju það gæti verið?