Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ungir krakkar skyggnir?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef heyrt að oft þegar börn fæðast þá séu þau ekki alveg búin að segja skilið við fyrri tilvist, ætla samt ekki að fullyrða neitt um það, en svo eldist þetta oftast af þeim. Ég lék mér við stelpu sem enginn sá nema ég, og skyggnir sögðu að ég væri með lítið ljós við hliðina á mér, ég sagði mömmu líka einu sinni að ég hefði verið að passa börn fyrir eitthvað fólk sem bjó úti í skógi, sem var náttúrulega ekki til..

Re: Að lesa fyrir próf

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já ég held að flestir lendi í þessu á einhverjum tímapunkti, sumir meira en aðrir og ef þetta verður verulegt vandamál myndi ég tala við sálfræðing eða námsráðgjafa, það hjálpaði mér heilmikið. En mín ráð í sambandi við prófaundirbúning eru að fylgjast vel með í tímum alla önnina og jafnvel glósa smá. Og byrja smátt og smátt að lesa fyrir prófin, kannski viku og lesa þá kannski fyrstu dagana 1- 2 tíma á dag og auka þetta svo, og tvo til þrjá daga fyrir próf að vera virkilega duglegur en...

Re: þegar ég var lítil....

í Dulspeki fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég átti líka vinkonu þegar ég var lítil sem enginn sá nema ég, hún hét Ída og við lékum okkur alltaf saman, mamma mín þurfti meira að segja að setja sér disk á borðið handa henni og annan kodda í rúmið mitt svo hún gæti gist hjá okkur. En svo þegar foreldrar mínir skildu og ég flutti burt með mömmu minni sá ég hana aldrei aftur… Þetta er líka alveg 150% satt, þannig að ég trúi þér alveg. Ég verð að segja að mér finnst ansi magnað að þú skildir hafa fundið það út hverjar þínar vinkonur voru…
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok