já… þegar ég var lítil þá átti ég þessar tvær vinkonur sem hétu Arna og Atla. ég hafði enga hugmynd um það hvar þær áttu heima (ég átti heíma í sveit) en þær komu alltaf í heimsókn og við vorum alltaf að dúlla okkur saman niður frá við ána. Mömmu fannst ég bara rosalegur einfari… en henni datt aldrei í hug að spyrja mig hvað ég væri að gera niðri við á… ein!!
Já.. hún minntist á þetta við mig fyrir stuttu að henni fyndist ég hafa breyst svo mikið … ég væri ekki eins mikið ein og þegar ég var lítil.. ég kannaðist ekkert við það og spurði hana hvort hún myndi ekki eftir Örnu og Ötlu?? …það komu lítil viðbrögð hjá henni .. svo ég hringdi í eldri systur mína og spurði hana útí hvort´hún myndi ekki eftir þeim?? …en nei sömu viðbrögð.
Þá fór ég að leggja höfuðið í bleyti og fattaði að ég sá þær seinast daginn minn þar..daginn sem ég flutti til Akureyrar.
Þetta var pínu sjokk.. að fatta að bestu vinkonu mínar Arna og Atla fæddust árið 1758, tvíburar .. mamma þeirra dó í fæðingunni og þær lifðu í fimm ár… dóu árið 1764 og áttu heima á bæ sem var í landinu sem ég átti heima á.. ég fór í einhverja gamla bók og spurði langafa.. og hann þekkti frænda þessara stelpna..
sko ef þið hafið lent í einhverju furðulegu… einhverju svipuðu… þá endilega látiði mig vita.
ég verð líka að taka fram að þetta er allt 150% satt!!!!