Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Drangur
Drangur Notandi frá fornöld 4 stig

Re: klapp á bakið= 7000 kall takk

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég held að það sé 7000 sem þú þarft að borga til þess að koma til greina og að hafa gefið eitthvað út. Ef þú borgar ekki þá ertu ekki til alveg sama hvað efnið er gott.

Re: Óla Palla dýrkun

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þótt hann sé uppáhalds útvarpsmaðurinn minn, þá verð ég að segja að mér finnst hann farin að verða svolítið hrokafullur. Hann er samt hátíð samanborið við Guðna Má sem hreinlega skellir á fólk ef það fer ekki eftir því sem hann segir og gerir eða eru smá börn. Aðrir útvarpsmenn eru samt hreinlega langt á eftir Óla bæði hvað varðar húmor og visku um tónlist. En ef hann passar sig ekki og fer ekki bráðum að fatta að það eru ekki allir sem fíla Neil Young og manic street preachers og sigurrós,...

Re: Metallica - Load

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég væri alveg til í að sjá það, en varðandi dauða Cliff´s og Metallica þá átti hann eitt eða tvö lög á “And justice for all”, (man ekki alveg hvaða lög, er ekki með diskin hjá mér í augnablikinu) þannig að þeir jörðuðu hann ekki alveg fyrr en eftir þá plötu. Maður heyrir það líka á svörtu plötunni að það er ekki lengur þessi löngu instrumental kaflar eins og á fyrri plötum þeirra. Einhvers staðar las ég að einmitt þeir væru allir Cliff “að kenna”.:)

Re: Metallica - Load

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Metallica dó þegar Cliff burton dó. Blessuð sé minning þeirra.

Re: www.moonstyx.com

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er unnið í stúdíó September frá feb-okt með mörgum hléum.

Re: Úrslit MTV:EMA

í Músík almennt fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þessi verðlaun eru samt valin af fólki út um allan heim. Og er þá ekki tilganginum náð hjá þessum hræðilegu böndum eins og linking park og the calling. markaðsetningin að virka. Þú reyndar sást ekki þessa hátíð en ég get sagt þér að þetta var ekki það versta við hana hún var uppfull af littlum britneyum og öðrum viðbjóði. Það er bara greinilegt að peningarnir eru farnir ráða öllu í þessum bransa og ég sé ekki fram á að það sé hægt að stoppa þessa þróun.

Re: www.moonstyx.com

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Bustaður :) ….er einn af þeim. þakka hólið. Ástæðan samt fyrir því að ég spurði þig um skilgreininguna er sú að við erum hálfpartin í vandræðum með það sjálfir og þessi "Alternitive prog rock skilgreining er bara það sem við höfum heyrt utan frá okkur, og þar sem þú virðist vera vel inní skilgreininga deildinni, a.m.k. miðað við greinina þína, þá varð ég forvitinn. En allavegana þá vertu velkomin á tónleikana og hlakka til að sjá þig og Takk aftur.

Re: www.moonstyx.com

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hvað myndir þú þá kalla þetta?

Re: www.moonstyx.com

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Pælið samt í því, að þetta er þannig tónlist sem er alls ekkert auðvelt að koma á framfæri. Er þá ekki best að gefa hana út og reyna að fá hana spilaða í útvarpi þar sem þúsindir fá tækifæri til þess að hlusta á hana, í stað þess að koma fram í einhverjar 20.mín, á t.d. gauknum á stefnumótakvöldi, og spila fyrir 200-500 manns þar sem sennilega helmingurinn af áhorfendunum orðin velhífaður af bjórdrykkju. Ég er samt ekki að segja að mér finnist ekki gaman að fara á tónleika og lepja smá öl,...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok