www.moonstyx.com Einn drungalegan dag í almyrkvi eilífðarinnar virtist sem myrkrið ætlaði að gleypa allt. Sólin snerist í kringum jörðina og kjarni jarðarinnar hristist. Í miðju þessara hörmunga birtist ljósarglæta. Eflaust spyrjið þið ykkur ,,hvaðan kom þessi lífsneisti í hringiðu örlaganna?”… Svarið er Moonstyx.

Uppúr veröld sem saman stóð af illum öflum fæddist hljómsveit sem boðaði von, kærleik og hið góða. Þessir seiðmenn og boðendur sannleikans voru 5 talsins. Geimgítarleikarinn Þór Óskar, píslarvotturinn Halli trommari, bassavalvan Leifur, Hljómborðsvitringurinn Baldvin og Elijah Helgi Valur söng sameiningar friðarlög til grundvallar eilífs friðar.

Svona má segja að hljómsveitin moonstyx hafi orðið til. Önnur leið til að segja það er að hljómsveitin hafi orðið til í stúdíó.

Moonstyx spilar ,,Alternative prog rock“ og virðist ætla að setja svip sinn á íslenska tónlistarmarkaðinn fyrir jól.

Hljómsveitin sendi út frá sér diskinn ,,The Day After Tomorrow”
15. nóvember. Sama dag kom út fyrsta tölublað aðdáendaklúbbs Moonstyx.
Því þrátt fyrir lítinn aðdáenda hóp er hann mjög dyggur. Fyrsti singull plötunnar er nú þegar kominn í talsverða spilun á Radio x og margir muna eftir flutningi lagsins ,,Damage the Dark“ í Heita pottinum á skjá einum. Þar fetuðu þeir í fótspor Jeff Buckley og notuðu Harmóníku til flutning lagsins líkt og Buckley gerði í ,,Lover should've come over”.

Útgáfutónleika Moonstyx er beðið með talsverðri eftirvæntingu en þeir fara fram í gamla sjónvarpshúsinu,laugarvegi 176 21.nóvember næstkomandi. Og ef fólk getur ekki beðið þá á fólk þess kost að sjá þá á Vídalín ásamt félögum í útgáfupartý 19.nóvember.

Ég vil hvetja alla til að heimsækja heimasíðu Moonstyx www.moonstyx.com og hlusta á þau þrjú lög sem síðan hefur að geyma Animality,Damage the dark og Please God.

Við viljum bjóða alla innilega velkomna á útgáfutóneika okkar 21.nóvember. Það er frítt inn og allir velkomnir

Með Þökkum hljómsveitin Moonstyx