Bróðir minn hefur verið í þessu síðan ég man eftir mér, er þó nokkuð viss um að hann sé bara að því svo peningarnir hans gangi ekki til ríkisins, eða kirkjunnar…eða hvernig sem það er. Annars ætla ég mér að skrá mig út úr Þjóðkirkjunni í júlí þegar ég verð sextán ára. Hef ekki ákveðið mig hvort ég ætli að skrá mig í Ásatrú en ég trúi í raun ekki á það frekar en Guð. Hinsvegar hef ég lengi haft áhuga á trúnni og lesið mikið um hana. Norræn og grísk goðfræði heillar mig, skemmtilegar sögur og þ.h.