Allir eru að eldast, en þú ert orðin/n gömul/gamall ef flest af þessu á við þig. Fengið af ensku og ég þýddi þetta.

1. Plönturnar í húsinu þínu eru allar lifandi, en það er ekki hægt að reykja neina af þeim.

2. Að stunda kynlíf í einbreiðu rúmi er ekki séns.

3. Þú ert með meiri mat en bjór í ískápnum.

4. 6 að morgni er þegar þú ferð á fætur, ekki að sofa.

5. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í lyftu.

6. Þú horfir á veðurfréttirnar.

7. Vinir þínir gifta sig og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.

8. Þú færð 14 daga sumarfrí í stað 130 daga.

9. Gallabuxur og peysa er ekki lengur fínt klæddur.

10. Þú ert sá sem hringir á lögguna útaf helvítis hávaða í partíinu í næsta húsi.

11. Eldra fólki finnst ekkert að því að segja kynlífsbrandara í kringum þig.

12. Þú veist ekki lengur hvenær ríkið lokar.

13. Bílatryggingarnar þínar lækka, en lánaafborganirnar hækka.

14. Þú gefur hundinum þínum alvöru hundamat, í stað McDonalds afganga.

15. Þú færð þér blund á daginn.

16. Út að borða og bíó er heilt stefnumót, ekki byrjun á einu.

17. Að sofa á sófa lætur þig verkja í bakið.

18. Þú ferð í apótek til að kaupa verkjalyf, ekki smokka og þungunarpróf.

19. Vínflaska á þúsundkall er ekki lengur “ansi góður skítur.”

20. Þú borðar virkilega morgunmat á morgnana.

21. “Ég get ekki drukkið eins mikið og áður” kemur í staðinn fyrir “ Ég ætla aldrei að drekka aftur”.

22. 90% af tíma sem þú eyðir fyrir framan tölvu fer í alvöru vinnu.

23. Þú drekkur heima hjá þér áður en þú ferð á barinn til að spara pening.

24. Þegar þú fréttir að vinkona þín er ólétt óskaru henni til hamingju í staðinn fyrir “Ósjitt! Hvað í fjandanum gerðist eiginlega!!”