Sammála, ég er búin að lenda í þessu í þau þrjú síðustu skipti sem ég var á American Style. Eitt skiptið sem ég fór var vinafólk að bíða eftir okkur, þau höfðu komið c.a. 10 mín. eða korteri á undan og þau fengu matinn sinn 10-20 mín. eftir að við komum. Við þurftum hinsvegar að bíða í heilann klukkutíma eftir matnum og þar með gátum við ekkert borðað saman. Frábært! Ég reyni einmitt að forðast að borða á Pizza Hut, ég varð of sein í bíó þegar ég borðaði þar síðast í Smáralindinni.