Kærar þakkir Pizza Hut... eða ekki Ég fór með fjölskylduna í kvöld út að borða á Pizza Hut við Sprengisand. Við hjónin settumst með 3 börn yngri en 7 ára og pöntuðum.
Eftir talsverða bið bað ég afgreiðsludömu þarna að athuga með pöntunina okkar. Ég fékk þau skilaboð að pöntunin okkar væri í ofninum. 15 mín seinna gerði ég aftur athugasemd og fékk svör nokkrum mín seinna að þetta væri að koma.
8 mín seinna kemur vaktstjórinn með 1 rétt fyrir okkur og segir að restin sé í ofninum.
Á þeim tímapunkti var mér nóg boðið og við stóðum upp og fórum út… með 3 unga krakka organdi úr svengd. Á þeim tímapunkti vorum við búin að bíða í 52 mín (viðmiðurnartíminn sást á pöntunarstrimlinum sem við fengum á borðið okkar).
Önnur borð í kringum okkur komu, pöntuðu, borðuðu og fóru á þessum tíma.
Þetta er klárlega í síðasta skipti sem ég versla við þessa keðju og vill benda öðrum á að varast að versla þarna ef að hugmyndin er að eiga skemmtilega kvöldstund með fjölskyldunni.
Allir krakkarnir orðnir pirraðir, konan orðin pirruð, ég pirraður… ég vill sérstaklega þakka sérlegum óliðlegheitum í starfsfólkinu fyrir að skemma fyrir mér kvöldið.

Það er gjörsamlega óþolandi þegar manni eru gefnar misvísandi upplýsingar trek í trek um að maturinn sé að koma… sérstaklega erfitt þegar börn eru með í för.

Kveðja,
Xavie