Að sjálfsögðu veit ég ekki hvernig það er að eyða ári á eyðieyju en ég er nokkuð viss um að hnífur myndi ekki geta haft ofan af fyrir mér allan þann tíma. Fyrst að ég gat valið þrjá hluti, af hverju ætti ég ekki að velja eitthvað skemmtilegt? :)
Mér finnst það alveg skiljanlegt að þeir selji flöskur með “happdrættismiðum.” Einhvernveginn verða þeir að koma þessu út, samt er það rétt hjá þér að það ætti að vera auglýst betur á sölustöðunum að leikurinn sé ekki lengur í gangi. Hinsvegar finnst mér þú vera að gera úlfalda úr mýflugu, prinsippatriði eða ekki.
Tók ársbyrgðir af sólarvörn, iPod stútfullan af tónlist, þáttum, kvikmyndum og ljósmyndum og gervihnattasíma sem gengur fyrir sólarrafhlöðum, fullan af inneign ofc.
Haha, það er reyndar satt. Skiptir meira máli að hafa orðaforða og tala rétt frekar en hvaða hluti maður velur. Mest credit var samt gefið fyrir að geta spurt félaga sinn út úr. Annars langaði mér bara að koma með einhverja útúrpælda hluti, gaman að því :)
Kveikjari væri reyndar ónauðsynlegur, gleymdi að taka það fram að eldspýtur fylgja skjólinu. Með nr. 3 þá gat ég ekki valið hvaða bók :) Annars er ég búin í prófinu, gekk vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..