Í allt sumar og fram eftir hausti hafið þið séð Kók-flöskur merktar Kók-leiknum sem hefur fengið jafnvel elliærar ömmur til að skræla miðana af gosflöskum… en í byrjun þessa mánaðar varð ég fyrir undarlegri reynslu og ætla að varpa henni fram - ásamt OPINBERUM VIÐBRÖGÐUM KÓK-VERJA!!!

Hér koma bréfaskipti mín og fulltrúa KÓK óritskoðuð:

Nafn: Haraldur Jóhannsson
Netfang: haraldj@simnet.is
Deild: Markaðsdeild
Fyrirspurn: Ég gerði það í helgarinnkaupunum sem ég hafði nánast lofað
sjálfum mér að gera aldrei , ég keypti PEPSI sem helgargos fjölskyldunnar.
Ástæðan er einföld: Þið eruð að reka svikamyllu í kók-leiknum ykkar og mér
er ofboðið. Ég hef keypt aðalsöluvöru ykkar í áratugi. Dóttir mín, sem er
nú 7 ára, hefur passað upp á það í allt sumar að allir miðar á öllum
flöskum kók-leiksins séu rifnir af og það sé skoðað hvort við höfum unnið
eitthvað og það hefur komið fyrir tvisvar að við urðum fyrir því \“happi\”
að vinna hálfs lítra gosflösku… og það var allt í lagi þar til um síðustu
helgi (7. október). Þá förum við á eina bensínstöðina sem er nefnd í
leiknum til að vitja um hálfs lítra gosflösku sem við höfðum \“unnið\”.
Starfsmaðurinn þar benti mér réttilega á að það hefði átt að vitja vinninga
fyrir 31. ágúst… og mér blöskraði. Það var komið fram í október og það
var enn verið að selja flöskur með útrunnum vinningum ! Ég fór svekktur
heim og byrjaði á að heimsækja heimasíðu ykkar og sá að leikurinn hafði
verið framlengdur um mánuð… en það dekkaði bara september…. en það var
liðin vika af október - og afgreiðslumaðurinn á bensínstöðinni benti mér
réttilega á að þessi vinningur væri löngu útrunninn. Og það sem gerði illt
verra - í kæliskáp bensínstöðvarinnar stóð löng röð af flöskum merktar
leiknum. Og það versta er (að mínu áliti) er að ég keypti eina af þessum
útrunnu flöskum fyrir 7 ára dóttur mína til þess að geta geymt það í nokkur
ár að útskýra fyrir henni að sum fyrirtæki noti skítleg brögð til að
framfleyta sér.

Það eina sem ég get sagt er: \“Eins gott að það var ekki iPod í vinning á
flöskunni.\”

Ég hef borið mikla virðingu fyrir Vífilfelli í gegnum árin - og verslað hef
vel við ykkur - en svona skítleg vinnubrögð eiga ekki að þekkjast. Ég hef
rætt þetta mál við marga kunningjja mína og allir eru á sama máli um það að
það eigi ekki að stunda viðskipti við svona fyrirtæki - enda er ég hættur.
Ég keypti PEPSI þessa helgina og ætla að halda því áfram.

Takk fyrir viðskiptin.

Haraldur Jóhannsson

SÍÐAN FÉKK ÉG ÞETTA SVAR:


Sæll Haraldur

Mér þykir miður að þú hafi lent á svona ílla upplýstum starfsmanni á
þessari bensínstöð. Veit ekki hver ástæðan er fyrir því að hann var ekki
upplýstur um að vinninga skal afhenda meðan að sumarleiksmiðar eru á
markaðnum. En ég mun fylgja því máli á eftir við mína söludeild, þakka þér
fyrir ábendinguna.

Leiðinlegt að þetta sé þín upplifun á leiknum sem var í gangi í sumar. Það
er nú þannig að þetta á einungis að virka sem óvæntur glaðningur með
vörunni ef skildi leynast vinningur á flöskunni. Ekki er hægt að tryggja að
allir þáttakendur vinni eitthvað þar sem um töluvert fleiri flöskur er að
ræða en vinninga.
Get ekki verið sammála þér með að við séum með sumarleiknum að reka
svikamyllu, það var okkar trú að allar bensínstöðvar væru að afhenda
vinninga meðan að vörur með sumarleiksmiðum væru að klárast.

Apple er sem dæmi ennþá að afhenda vinninga fyrir Ipod og Playstation 3 og
munu gera það meðan að miðar eru á markaðnum.

Þakka þér fyrir ábendinguna og fyrir að segja okkur þína skoðun á málinu.

kv Haukur (haukurs@vifilfell.is)


OG MÉR BLÖSKRAÐI HVAÐ ÞESSI “FULLTRÚI” TALAÐI NIÐUR TIL MÍN - SVO SVAR MITT VAR Á ÞESSA LEIÐ:


Sæll Haukur.

Málið er ekki að ég hafi lent á “einum illa upplýstum starfsmanni”, eins og
þú kallar þetta. Þegar ég ætlaði að innleysa eina hálfs lítra kókflösku
benti “illa upplýsti starfsmaðurinn” mér réttilega á það að vinninga hefði
átt að vitja fyrir lok ágústmánaðar. Gott og vel. Mér sárnaði vissulega en
ákvað samt að fara “réttu leiðina” og heimsækja vefsíðu ykkar til að fá úr
því skorið á hvern var hallað. Og þegar ég stimplaði mig inn á
www.vifilfell.is ….blasti við heilsíða sem sagði að “leikurinn” hefði
verið framlengdur “til loka september” vegna mikilla vinsælda.

En þá var liðin vika af október. Þar sem hvorki
“auglýsinga/upplýsinga-deildin” vissi að það væri búið að framlengja
leikinn… og bensínstöðvarnar sem áttu að afgreiða algengustu vinningana
vissu ekki að það væri búið að framlengja leikinn… hvað eiga þá þessir
hrekklausu viðskiptavinir ykkar að halda??? Í mínum huga er það svikamylla
þegar verið er að selja innistæðulausa happdrættismiða… og þið voruð
einmitt að gera það.

Mér fannst sjálfsagt að rökstyðja ástæðuna fyrir því að mér var ofboðið…
og vil ítreka að ég er ekki að leita neinna bóta af ykkar hálfu. En þegar
fyrirtæki sem ég heft viðskipti við í áratugi ofbýður mér, þá finnst mér
sjálfsagt að segja því hvers vegna það missti einn af fastakúnnum sínum.

Bestu kveðjur,
Haraldur Jóhannsson
—————————–