Málið er að ég er að fara í munnlegt próf á morgun í ensku og vantar hugmyndir.
Við eigum sem sagt að ímynda okkur að við eigum að eyða heilu ári á eyðieyju og eigum að velja okkur þrjá hluti til að taka með og útskýra af hverju.

Það er séð fyrir mat og skjóli og ein innstunga er í boði.

Það var hinsvegar ekki tekið fram hvort að það mætti taka með sér manneskju en ég held að það sé bara verið að meina hluti. Ég er ekki viss hvernig málunum er háttað í sambandi við símasamband og þ.h.

Mér hafði dottið í hug gervihnattasíma sem gengur fyrir sólarrafhlöðum (ef það er þá hægt), fullan af inneign sem endist út árið. Einnig iPod með stærsta plássi sem völ er á, stútfullan af tónlist og kvikmyndum sem ég fíla og ég læt þá hleðslutæki fylgja bara.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir?