Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Copperfield
Copperfield Notandi síðan fyrir 19 árum 33 ára karlmaður
738 stig
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.

Re: Herstyrkur landa í dag

í Deiglan fyrir 13 árum
Áhugavert, en ég tel þó að Ísrael tæki Tyrkland vegna reynslu og tækni, enda eru Ísraelar oftast í einhverjum aðgerðum meðan Tyrkir gera einstaka loftárásir á Kúrdana. Annars fannst mér norðurlöndin skora merkilega hátt, fyrir utan Finnland sem ekki náði listanum. Hefði haldið að þeir ættu alltaf einhver vopn ef Rússarnir skyldu mæta aftur á svæðið. Annars kæmu flugvélar og skriðdrekar að engum notum þá, frekar bara rifflar og skæruhernaður.

Re: Krakkar nú til dags.

í Tilveran fyrir 13 árum
Hver fjandinn er vinabekkur?

Re: Húfur ?

í Tilveran fyrir 13 árum
Gætir alveg eins verið með handsprengju undir húfunni, svo þetta er regla sem þeir hafa sett til að koma í veg fyrir hryðjuverk og álíka árásir. Að mínu mati skal banna vesti sem allra fyrst enda eru sprengjuvesti mun vinsælari en undir-húfna handsprengjur. Auk þess set ég spurningamerki við lögmæti buxna, því menn gætu vel skorið af sér liminn og sett handsprengju í staðinn og ekkert grunsamlegt sæist.

Re: Áhugaverðar staðreyndir

í Tilveran fyrir 13 árum
7.000.000.000 sinnum 0.05= 350.000.000 þú gerir þér grein fyrir því að milljarður=1000 milljónir, þess vegna er eitt prósent af milljarði 100 milljónir, hálft prósent af milljarði 50 milljónir. 50 milljónir sinnum 7= 350.000.000 Bætt við 5. apríl 2011 - 11:20 Nei þetta er rétt hjá þér, ég ruglaðist örlítið þarna. Það á að vera 0.005 og ætti þess vegna ekki að vera nema 35.000.000 35 millur toppar nú samt flesta aðra punga sem ég þekki.

Re: Áhugaverðar staðreyndir

í Tilveran fyrir 13 árum
Google er ósammála þér. Hér er einnig grein sem svarar þessu nokkuð markvisst http://www.whydoes.org/why-does-chocolate-kill-dogs Dökkt súkkulaði er líka hættulegra fyrir hunda en ljóst.

Re: Íran á okkar tímum, I: There Will Be Blood

í Sagnfræði fyrir 13 árum
Ágætt framlag og hlakkar í manni eftir framhaldi. Var orðinn svolítið þreyttur á að allar greinarnar sem komu inn á Huga voru órímandi ljóð.

Re: Áhugaverðar staðreyndir

í Tilveran fyrir 13 árum
Hundar og kettir geta drepist af súkkulaði, en þeim finnst það samt gott á bragðið og reyna að éta það. Martin Luther, upphafsmaður mótmælendakirkjunnar át eigin skít, taldi hann hollan. Samkvæmt sögunum, var fyrsta maraþonhlaupið á milli maraþonsléttu og Aþenu, og hljóp einn maður þessa vegalengd til að láta Aþeninga vita af sigrinum á persum. Hann drapst eftir að hafa kallað NIKE, sem var gríska gyðja sigursins. Væri efni í ágætis auglýsingu. Japan var tvisvar bjargað frá innrás Mongóla...

Re: ranghugmyndir yfirvalda á kanabis

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Eflaust er þetta krabbameinsvaldandi líkt og tóbak, hins vegar eru kanski flest lungnakrabbamein komin af tóbaki því margir reykja bæði og oftast reykja menn meiri sígarettur en jónur á dag. Þetta er ekki beinlínis holt fyrir lungun. Hins vegar finnst mér hasshausar bara svo leiðinlegir og alveg óþolandi í umgengi, svo mér er sama. Hófsreykingamennirnir eru fínir, en þeir sem reykja mikið verða bara svo sljóir og ömurlegir, auk þess virðast þeir flestir verða kommúnistar eftir langvarandi...

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Held að það vanti frekar bara löggjöf varðandi svona lagað.

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Að smita mann af lifrarbólgu gæti flokkast undir notkun sýklavopna og mætti telja stríðsglæp og hryðjuverk.

Re: Var "rændur" í bíó

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
K… en ef þetta kemst upp ekki byrja að nöldra þegar bíóin verða eitt af þessum bíóum sem neitar þér um afgreiðslu.

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Kaldhæðni er besti húmor íslendinga.

Re: Bókleg bílpróf?

í Deiglan fyrir 13 árum, 1 mánuði
Tók ævingaprófin auðveldlega og las svo bölvaða bókina fyrir prófið og fékk tvær villur. Man meira að segja hverjar þær voru. Krossið við atriði sem er satt. Bíll á 70 kílómetra hraða þarf 12 metra helmlunarlengd. (var rangt… átti víst ekki að krossa við neitt því vegalengdin var of stutt) Maður þarf 5 mínúnta kvíld á hverjum 4 klukkutíma akstri(var líka rangt, vegna þess að 5 mínútur er of stutt, ég átti að krossa við ekkert)

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Það gera reyndar handrukkarar líka, enda hafa margir lent í þeim vegna skulda ættingja, en að minsta kosti fær maður vextina á samningi, hins vegar þarf maður að sætta sig við verðtryggingu hjá bönkum. Spurning að velja af tvennu illu, eða finna sér einfaldlega vinnu.

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Held að sé nú betra að taka bara bankalán til að fjármagna neysluna.

Re: Lélegur dómur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Hef reyndar heldur aldrei lent í því sama og fórnarlambið en get trúað að það hafi verið skelfilegt.

Re: Má finna málfræði villu í hverri grein inni á vísi.is?

í Deiglan fyrir 13 árum, 1 mánuði
Varla… Ég hef séð fréttir á síðunni sem hefur verið hent út hálftíma síðar, en þær eru oftast aðeins og persónulegar. Ég man ekki alveg hvernig ein þeirra var en skal reyna að endurskrifa hana. (Nafn einhvers bresk hefðarmanns) er eins og allir vita mikill listáhugamaður en hvað gerir hann í frítímanum? Barnaníð og kynlífsferðir til tælands og sagði félagi hans að þeir hafi keypt þar litla stúlku og látið hana ganga á milli sín og drepið hana svo. Hvað gerist svo? Manninum er veitt (einhver...

Re: Facebook í vinnunni

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Sagði að þetta væri vesen en þetta virkar. Og nei ég er ekki í Fjölbrautarskóla suðurnesja.

Re: Siðferði

í Heimspeki fyrir 13 árum, 1 mánuði
Verð að fylgja þessum sem minntist á Red Alert, held að það hefðu meiri drepist í óumflýjanlegri innrás Stalíns í Evrópu.

Re: Facebook í vinnunni

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
þegar það stendur http:// skaltu setja S fyrir aftan svo þú færð https://. Virkar allavega á blockið sem er í skólanum mínum, það er bölvað vesen að þurfa alltaf að bæta þessu essi við, en ég nota næstum aldrei facebook. Bætt við 4. mars 2011 - 23:10 https://www.facebook.com Checkaðu hvort þessi linkur virki í vinnunni.

Re: Steingrímur mesti glæpamaður íslandssögunnar

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 1 mánuði
Við hverju býstu? Öryrkjar, atvinnuleysingjar og fátæklingar eru helsti stuðningshópur Vinstri-grænna, þeir reyna einfaldlega að stækka stuðningshópin sinn.

Re: CS gas

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 1 mánuði
Auðvitað er hægt að eiga löglega veiðirifla og haglabyssur og ef þú nennir veseni og hefur nægan tíma geturu fengið leyfi til að eiga skammbyssu. Fyrst þarf maður þó að hafa haft byssuleyfi í þónokkur ár. Pointið var að það er hálf kjánalegt að banna CS sem getur meitt fólk en í lagi að eiga byssur sem geta drepið fólk. Annars er ég ekki að kvarta, enda reikna ég með að fólk sé mun líklegra til að nota piparúða og berja einhvern eftirá heldur en að skjóta hann.

Re: Justin Bieber myndin er heimsk

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Ævisaga um 16 ára dreng verður fljótleg. Það er kanski hægt að fá þetta í svona hálftíma lengd og ég ætla að giska á söguþráðin. Ég flutti mikið þegar ég var barn(eða andstæðan og flutti aldrei) Svo byrjaði ég að syngja um það leiti sem ég byrjaði að kippa í kvikindið, thats it. Engin eiturlyfjamisnotkun og drykkjusvall eins og gengur og gerist hjá fólki í hans stöðu því hann er alltof ungur.

Re: grænmetisætur

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Hef heyrt að hægt væri að fá nota landið mun betur ef ræktað væri grænmeti í stað dýra, en hins vegar er ég efasemdarmaður þegar kemur að Íslandi, enda flestallt fjöll sem ekkert nema gras vex á og það getum við ekki étið. Aftur á móti geta kindurnar étið það.

Re: Nice

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Seinast þegar ég athugaði virðist NATO aðallega hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum af góðum ástæðum. Gegn Talíbönum, gripu inní þjóðarmorðin á Balkanskaganum og ráku Saddam Hussein frá Kuveit 91. Hins vegar er Nató ekki í Írak núna, og reyndar held ég að Frakkar séu ekki með í Afganistan þótt að öll hin Nató löndin séu þar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok