Hvað er að verða um krakka nú til dags? Og þá meina ég á aldursbilinu 6 - 10 ára og aðeins upp úr. Ég man vel þegar ég var á þessum aldri og asnaðist til að rífa kjaft við 10. bekking í frímínútunum þegar ég var 10 ára en það endaði ekki vel. Ég kom inn með 10 kíló af snjó inn á mér hágrenjandi. Eftir þetta þorði ég varla að líta augum á unglinga. Í dag líður varla sá dagur að krakki í skólanum mínum rífi ekki kjaft við mig. Sem dæmi get ég nefnt að þegar það er snjór er alltaf hópur sem gerir virki og bíður eftir unglingum og neglir þá niður. Og t.d. fyrir korteri var ég að labba heim þegar ég mætti strák sem ég hef aldrei séð áður og hann frussaði á mig og kallaði mig aumingja. Ég get svo aldeilis svarið það! Mig langar ekki að sjá útkomuna eftir 10 ár. Að þeir skuli leyfa sér að gera þetta. Eru foreldrarnir svona virkilega kærulausir eða hvað? Hverjum er þetta eiginlega að kenna. Í sumum tilfellum er þetta jú stóru systkynunum að kenna en guð minn góður! Ég kunni ekki einu sinni fjórðung ljótu orðanna sém ég er búinn að fá í minn garð frá krökkum þegar ég var á þessum aldri. Ef þetta fólk ætlar að erfa landið okkar þá má Guð vita hvað verður um þjóðina…