Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Fín grein. Ég er svona 95% sammála. Það sem vantar í greinina finnst mér siðfræðilega hliðin. Ríkið hefur nefnilega engan siðfræðilegan rétt til að banna kaup og sölu á ákveðnum efnum, sama hversu skaðleg þau eru þeim sem nota þau. Það fylgir frelsisréttinum að mega drekka sig fullan og reykja sig vitlausan. Það má vera að maður sé fáviti fyrir vikið, en það kemur ríkinu hreinlega ekki við. Neyslu og sölu fíkniefna er ekki hægt að skilgreina sem glæp siðfræðilega. Hvorugu athæfinu fylgir...

Re: Fyrir hvað fá prestar laun?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Segjum að fólk myndi fermast svona 20 ára.. og myndu ekki fá dýrar gjafir, bara kerti og kort.. ” Það gæti alveg eins farið í hina áttina, að fermingaraldurinn færi niður í 10 ár, eða 7. “Þetta er svo ótrúuð þjóð að það ætti löngu að vera búið að aðskilja kirkju og ríki” Trúleysi þjóðarinnar kemur málinu ekki við. Það er trúfrelsið sem ætti að hafa skilið að ríki og kirkju fyrir löngu síðan. Það hreinlega kemur ríkinu ekki við hvort þjóðin er trúuð eða ekki.

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég veit ekki betur en að Palestínumenn séu afkomendur filistea, kannski skjátlast mér en þetta er allavegana nokurnv. sama orðið og orðstofn, varla er það tilviljun, eða hvað?” Ekki tilviljun. Bara sami staðurinn. Palestína heitir í höfuðið á filisteum. Palestínumenn nútímans heita í höfuðið á Palestínu. Þeir eru afkomendur ýmsra, Egypta, Araba, Tyrkja, Persa o.s.frv. Filistear blönduðust Canaan ættbálkum löngu fyrir kristburð þannig að það er ómögulegt að segja hverjir eru afkomendur...

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“sumir verða fyrir meiri fordómum en aðrir og eiga erfiðara með að fá vinnu” Rétt er það, og það er miður. En það verður ekki leiðrétt með því að ganga á rétt þeirra sem verða ekki fyrir fordómum. Ef atvinnuveitandi er fordómafullur gagnvart samkynhneigðum þá getum við lítið gert í því annað en að vorkenna greyinu að vera það vitlaus að vera með fordóma. Hann er þá að missa af góðum starfskröftum út af einhverjum fordómum í sér. En ég held að samkynhneigðir séu ekki að missa af miklu að vera...

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Gagnkynhneigðir fá að vera í staðfestri sambúð sem gefur ekki erfðarrétt. Samkynhneigðir geta ekki verið í staðfestri sambúð en geta verið í staðfestri…” Þetta er allt of flókið. Djöfulinn kemur það hagstofunni við hvaða fólk vill para sig saman og undir hvaða forsendum? Það er greinilegt misrétti að það skyldu vera mismunandi ákvæði fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. En hvað kemur allt þetta annars jöfnum atvinnutækifærum við?

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Síðan gæti náttúrlega verið að þú vitir ekki hvað samvist er og hvað hún gefur fólki?” Já þú átt við staðfesta sambúð. Jú merkilegt nokk er það í þjóðskrá svo menn geti talið sameiginlega fram til skatts. “Er mikið um gagnkynhneigt fólki í staðfestri samvist?” Ójá. Faðir minn er til dæmis í staðfestri samvist með konu. Mig grunar að hann sé ekki sá eini. “Ég er alveg rosaleg forvitinn. Þú verður að upplýsa mig!” Þú verður að upplýsa mig hvað þetta kemur málinu við.

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Nú, fyrst þú ert ekki í verkalýðsfélagi hlýtur þú að vera atvinnurekandi.” Nei, ég er ekki atvinnurekandi. Það eru ekki allir launþegar í verkalýðsfélagi.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Svo mætti nú líka spyrja, hvers vegna eru svona miklu fleiri og verr bágstaddir þar sem einkaölmusuiðnaðurinn þrífst heldur en þar sem hið opinbera er með stærstan skerf markaðarins?” Nefndu eitt dæmi um ríki þar sem “einkaölmusuiðnaðurinn” þrífst og er með stærri skerf markaðarins en hið opinbera.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“síðan kemur það einfaldlega fram í þjóðskrá ef fólk af sam kyni er í samvist ” Vitleysa. Bróðir minn býr með manni, ekki er hann samkynhneigður. Þeir bara deila leigunni og búa í sitt hvoru herberginu. Það er enginn hommadálkur í þjóðskránni. “Jákvæð mismun gildir bara ef tveir einstaklingar eru jafnhæfir” Samkvæmt hvers mati? Það metur enginn nema atvinnuveitandinn. Það er ekkert til sem heitir að vera jafn hæfur, það er algerlega huglægt og þess vegna ekki hægt að dæma um það lagalega....

Re: Fyrir hvað fá prestar laun?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Lausnin er einföld í hugtökum en erfið í framkvæmd. Aðskilnaður ríkis og kirkju.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ísland er langt, LANGT frá því að vera nógu stórt til þess að standa undir allri þessari þjónustu alfarið frá einkaframtakinu” Ég held að þú sért að undirmeta einkaframtakið og misskilja hagfræðina talsvert. Nóg er líka til af erlendu fjármagni, ef við værum bara ekki svona fjandsamleg gagnvart því.

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“málefnin eru í fullkomnu ósamræmi við fjölda flokka!” Málefnin eru of mörg, það er vandamálið. Þetta sem þú nefnir eru allt málefni sem ekki eiga að varða ríkisstjórnina. Eina málefnið sem þess virði er að kjósa er minni ríkisumsvif og aukið einstaklingsfrelsi. Þannig fáum við lýðræðið til okkar. Ekki með fleiri flokkum til að ákvarða örlög fólks og náttúru. Örlög fólks eru undir þeim sjálfum komin, og náttúran er á ábyrgð þeirra sem eiga landið. Ókei, ég er alveg viss um að...

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég veit vel að stjórnin hefur rétt til þess að hafa skoðun sína óháð þjóðinni, en það er einmitt það sem ég er að gagnrýna. Hún á ekki að geta það.” Þú ert semsagt andvígur skoðanafrelsi? Eða ertu eins og ég andvígur því að stjórnin megi ákveða skoðanir fyrir hönd þjóðarinnar? Skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Ertu að segja að stjórnin eigi að vera þræll og málpípa lýðsins? “Vegna þess að lýðræði er nákvæmlega ekki neitt nema grand-scale frelsi!” Þarna rekst maður strax á algjöra...

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“En það var ungur sjómaður dæmdur í fangelsi fyrir að segja að Afríkumenn væru latir í blöðin nýlega” Í lýðveldinu Íslandi? Nú það er þá ekki málfrelsi þar heldur.

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Mér finnst þessi forgangsröðun og röksemsdarfærslan sem þið færið fyrir henni vera vægast sagt ógeðfeld og vanhugsuð.” Hvað nákvæmlega vekur ógeð og hvar liggur vanhugsunin? Ertu ekki bara í afneitunarstiginu?

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“adhald markadarins refsar ”godu“ samtøkunum jafnilla og ”vondu“ fyrirtækjunum” Já góðgerðarmarkaðurinn er fyrirtaks dæmi um “Equilibrium” kenningu nóbelshafans John Nash.

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já það er kallað “hate speech” í Kanada. Þetta eru nýleg lög. Það er semsagt ekki málfrelsi þar lengur.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Fyrirtæki eru ábyrg samkvæmt lögum að geta rökstutt að kynferði hafði ekki skipt máli við ráðnignu” Þau eru semsagt sek þangað til þau geta sannað sakleysi sitt. Sko ef Indriði vill ekki ráða lesbíu í hjólastól þá er það hans (vanda)mál. Fatlaða lesbían fer þá bara til samkeppnisaðila, gerir góða hluti þar og hrifsar viðskiptin af Indriða. Hí á hann.

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Samkynhneigð er víst fordæmd í Biblíunni. Þar segir að karlmaður eigi ekki að sænga með öðrum karlmanni eða eitthvað í þá áttina…..” Já en passaðu þig að lesa ekki þetta rómverjabréf upphátt í Kanada eða Svíþjóð. Það er nefnilega bannað.

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Það er nú þegar til meira en nóg handa öllum” Það er bæði rétt og rangt. Það er rangt að því leytinu til að það væri hægt að dreifa því á alla og allt væri í lagi. Það myndi duga skammt í fyrsta lagi vegna þess að það myndi ekki búa til neitt verðmætaskapandi. Öfugt við vinsæl Keynesísk sjónarmið er ekki nóg að fleygja peningum í vandamálið. Það þarf að kaupa fyrir þá eittvað verðmætaskapandi. Í öðru lagi búa flestar fátækar þjóðir við frelsisskort og kúgun ríkisstjórna sinna þannig að...

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“smá ábending til þín … islam varð ekki til fyrr en í kringum 600 EFTIR krist! Og það gerðist ekki í Palestínu! Þannig að þetta með að gyðingar hafi verið í Palestínu 1100 árum lengur en islam er rugl.” Já sorrí, ég meinti 1700 árum lengur.

Re: Útgáfa St. Anger seinkar á Íslandi!

í Metall fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það gleður eflaust hjörtu Metallica áhangenda að þeir geta nú hlustað og horft á Metallica flytja nærri öll lögin af St. Anger á netinu. Upplýsingar á metallica.com. Smella á Treasure Hunt. Lög sem ég er búinn að finna (aðeins eitt lag á hverri síðu): 1. easports.com 2. music.msn.com 3. launch.yahoo.com 5. synthesis.net 8. electronic-arts.com.au 11. dotmusic.com

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Bravó thulesol. Þetta svar var snilld. Hárbeitt kaldhæðni fer þér vel.

Re: FORDÓMAR

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“En sannleikurinn er sá að þeir hafa komið til Palestínu sem hirðingjaþjóðflokkur, lagt undir sig landið en bolað frumbyggjum í burtu.” Þetta ber vott af fordómum hjá þér sjálfum. Sannleikurinn er sá að Ísrael hefur verið þjóð á þessum slóðum í árþúsundir. Reyndar síðan um 1500 árum fyrir krist. Palestína hefur aftur á móti aldrei verið þjóð, aðeins hópur landsvæða undir hinum og þessum keisaradæmum, kalífdæmum og konungsríkjum. Sannleikurinn er sá að þeir sem kalla sig Palestínumenn í dag...

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Húrra. Góð grein. Ertu annars lítið hrifinn af greinaskilum? Og til að svara spurningunni: Jafnrétti er þegar réttur allra er virtur jafnt, hvort sem þú ert karl eða kona, launþegi eða vinnuveitandi, kjósandi eða kosinn. Jöfnuður og jafnrétti eru ekki sami hluturinn. Það fylgir jafnrétti að vinnuveitendur hafi rétt á að kjósa hvernig þeir meta fólk í störf, á sama hátt og launþegar hafa rétt til að velja sér starf eftir eigin höfði. Að þvinga fólk til að ráða konur í ákveðnar stöður er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok