Ég held að það sé voða erfitt að vita nákæmlega hvernig þetta var skrifað í den þar sem rúnirnar eru ekki nákvæm hljóðtákn og geta þær því fallið yfir nokkur hljóð. Ég geri ráð fyrir að þú sért að nota eldra rúnastafrófið, ég myndi bara skrifa þetta eins og aðrir hér á undan sögðu Odin. Ef þetta er hinsvegar hið yngra þá eru hljóðtáknin algjör vitleysa og gætir þurft að skrifa það sem uþin (úr, þurs, ís, nauð) eða eitthvað álíka. Vona að þetta hjálpaði eitthvað :)