Hrafninn  e.Vilborgu Davíðsdóttur Hrafninn
e. Vilborgu Davíðsdóttur


(Þessi ritgerð/fyrirlestur var upprunalega gerð fyrir íslensku 503 - kjörbókafyrirlestur. Þannig að hún er skrifuð frá bókmenntalegu sjónarhorni. Ég bendi á að hún inniheldur “spoilera”, þannig ég vara þér við áður en þú lest hana, að það gæti skemmt fyrir þér plottið)


Bókin Hrafninn er skrifuð af Vilborgu Davíðsdóttur og kom hún út árið 2005. Vilborg fæddist 3. september 1965 á Þingeyri við Dýrafjörð. Fyrsta bók hennar, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og hlaut verðlaun Íslandsdeildar IBBY 1994 og framhald hennar, Nornadómur sem kom út 1994 hlaut Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur. Vilborg hefur auk þess skrifað þrjár sögulegar skáldsögur fyrir fullorðna, Eldfórnina, Galdur og Hrafninn.

Áður en Vilborg skrifaði Hrafninn lagðist hún í mikla heimildarvinnu og heimsótti sögusviðið tvisvar. Hún varpar ljósi á framandi heim inúíta og ráðgátuna um norrænu byggðina á Grænlandi sem hvarf sjónum inn í þoku tímans um miðja fimmtándu öld.

Bókin Hrafninn er saga um inúíta stúlkuna Naaju sem elst upp í inúítaþorpi á Grænlandi á miðbiki fimmtándu aldar. Naaja elst upp með föður sínum, eftir að móðir hennar deyr. Faðir hennar hrekst frá öðru fólki í Sermermiut og þau mæðginin setjast að í eyðifirði. Samband þeirra samræmdist ekki siðalögmálum ættbálksins og var það orsökin fyrir því að þau bjuggu í einangrun. Eftir að Naaja brýtur eitt helsta lögmál inúítanna er hún ásökuð um galdur og er hrakin burt. Í víðerni óbyggðanna fléttast saman leið hennar og norrænna mannsins Mikjál og hún kynnist menningu og siðum norrænna manna.

Tími
Ritunartími sögunnar er 2005. Sögulegi tíminn er um miðbik 15 aldar og gerist á mörgum árum, eða frá kynþroskaskeiði Naaju og þar til hún er fullþroska og velreynd kona. Það gerist líka stöku sinnum að persónur rifji upp gamla tími frá fortíðinni.

Umhverfi
Umhverfið er Grænland og gerist sagan bara á Grænlandi og á sjónum í kring. Sagan byrjar við Norðursetu á Grænlandi og flyst síðar gegnum Vestribyggð og til Eystribyggð í þorpið Garðar sem var byggt af hvítum mönnum frá Norðurlöndunum.

Bygging
Mesti hluti bókarinnar er um Naaju og hlutirnir eru séðir frá hennar sjónarhorni, hún er samt ekki sögumaðurinn því sagt er frá í þriðju persónu. Sögumaðurinn er ekki alvitur en hann getur skignast inní huga Naaju og segir frá því sem hún hugsar, en getur ekki séð inní huga hinna persónanna. Allt í einu kemur nýtt sjónarhorn inn í söguna og er þá komin ný persóna. Það er í fyrstu svolítið ruglingslegt en maður áttar sig fljótt á hvað er að ske. Það er íslendingurinn Mikjáll sem lendir í bardaga við hvítabjörn og kemur Naaja honum til bjargar. Þeir atburðir eru sagðir frá sjónarhorni Mikjáls. Eftir það flakkar sögumaður á milli sjónarhorna þessara tveggja persóna. Þegar líða fer á söguna bætist svo þriðja sjónarhornið við. Salný, litla frænka Mikjáls, sem þau Naaja hitta þegar þau koma að þorpi Mikjáls syðra á Grænlandi. Þá flakkar sögumaður á milli þessarra þriggja sjónarhorna.
Bókin er kaflaskipt en kaflarnir fá ekki heiti heldur eru merktir með rómverskum tölustöfum, og hver kafli skiptist í minni kafla, t.d. þegar skipt er um sjónarhorn á milli aðalpersónanna.
Það eru nokkur ris í sögunni, fyrsta gerist þegar fólkið í þorpi Naaju kemst að því að hún braut eina helstu siðregluna, þegar hún hlúði að sárum föður síns á meðan hún var á blæðingum, hún er þá ásökuð um morð og er hrakin burt. Annað ris gerist þegar hún hittir Mikjál og síðasta og helsta risið í sögunni er eftir að Mikjáll fer með hana í þorpið sitt Garðar og hvítu mennirnir ásaka hana um galdur og myrkraverk og dæma hana til dauða. En Mikjáll tekst með hjálp fjölskyldu sinnar að bjarga henni úr fangageymslunni og þau flýja úr þorpinu.

Persónur og lýsingar
Lýsingarnar í bókinni eru ekki alltaf nákvæmar. Lýsingum á persónunum var ekki beint að útliti heldur meiri áhersla lögð á persónuleika og andlegu hlið þeirra.
Höfundur leggur mikla áherslu á að lýsa persónuleika Naaju í gegnum alla söguna. Hún sýnir lesandanum hversu sterkur persónuleiki hún er. Naaja mætti mikilli harðneskju og fordómum og átti sér ekki uppreisnar æru í samfélaginu. Eftir örlagaríka atburði hrekst hún burt, brennimerkt sem norn, en erfiðleikarnir draga fram styrk hennar og sérstöðu sem gerir henni kleift að þola grimmasta mótlæti og lifa af. Það er snemma nefnt að augu Naaju eru „full af sjó” eins og hinir inúítarnir orða það – þau eru blá en ekki brún og fyrir vikið þarf hún að mæta miklum mótbyr hjá sínu eigin fólki. Það sem hún ekki veit fyrr en hún er komin til vits og ára er að hún á ættir að rekja til hvítra manna, og er þess vegna gædd eiginleika sem er framandi á hennar heimaslóðum. En auðvitað dugir þetta ekki til viðurkenningar hjá landnemunum heldur.
Mikjáll var ekki innfæddur Grænlendingur, hann hafði fylgt móður sinni tólf vetra gamall frá Íslandi þegar hún giftist til Grænlands. Útliti hans er lýst í gegnum augu Naaju, sem sér hann fyrst sem villimann. Hann var stærri en aðrir karlmenn, augu hans og hár voru brún og hann hafði hvítrímað alskegg. Inúítarnir höfðu þjóðsögu um svokallaða hundshausamenn, sem voru blanda af mönnum og hundum. Hundshausamennirnir, eða erquidlítar eins og Naaja kallaði þá, höfðu rænt konum og nauðgað þeim, og afkvæmi þeirra höfðu útlit manna en líkaminn loðinn eins og feldur dýra. Naaja hélt fyrst að Mikjáll væri nokkurskonar afbrigði af þessum hundshausamönnum og var því mjög hrædd við hann í fyrstu. Eitt sinn spurði Mikjáll Naaju hvað hún meinti með þessu orði, erquidlítar, útskýrði hún fyrir honum að af því hann væri með hár á öllum líkamanum væri hann dýr, og aðeins dýr væru með hár á þessum stöðum, ekki menn.
Með tímanum kynntist hún honum og smátt og smátt sá hún að hann var bara venjuleg manneskja.
Í augum hinna norrænu eru frumbyggjar Grænlands óheillaverur, hálfmennsk dýr sem hafa engan skilning á reglum og siðum og kristnu siðaboði.


Stíll og málfar
Málfarið og ritstíllinn í bókinni er mjög hefðbundin og nútímalegur og talmál fléttast inní. Andrúmsloftið er samt ekki nútímalegt heldur einkennist af ævintýri og forsögulegum atburðum. Hrafninn er jarðbundin og einkennist af goðsögum, hún er blönduð með spennu og fantasíu. Það eru galdrar í þessari sögu, frumstæður þjóðflokkur, mentor í hrafnslíki, hjálparhella sem er hundur, spilltir trúarleiðtogar og forboðin ást.
Vilborg notaði ýmsar heimildir til að hjálpa sér við að skrifa söguna. T.d. fékk hún Inúítasöngvana úr bókinni Sleðaförin mikla eftir Knud Rasmussen.
Við teljum að bókin flokkist undir töfraraunsæi. Hrafninn einkennist af mikilli frásagnagleði þar sem lýst er raunsæi, dulúð og ævintýri. Veruleikinn er sambærilegur við okkar eigin veruleika að viðbættu töfra elementi. Töfrarnir í Hrafninum eru eðlilegir og óútskýranlegir heldur eru hluti af raunveruleika sögupersónanna. Töfrarnir felast ekki í því að galdra eða beygja veruleikann heldur fara þeir út fyrir mörk raunveruleikans og verða hluti af nýjum raunveruleika. (Lesa bls 124)
Vilborg notast við ýmis grænlensk orð og heiti, sem við erum ekki viss um hvort hún skáldaði eða er raunverulega mál Grænlendinga. Sum orðin í sögunni eru bara á grænlensku og lesandinn fær aldrei beina þýðingu á þeim, heldur áttar maður sig á hvað þau þýða eftir því sem maður les lengra. T.d. móðir og faðir voru Anaana og Ataata. En aftast í bókinni eru svo þýðingar á orðunum, en ég ekki eftir því fyrr en ég var búin að lesa bókina.

Þessi bók er skemmtileg, spennandi, áhrifarík og hélt athygli minni í gegnum hana alla. Þetta er nú ein af mínum uppáhaldsbókum, og ég fékk löngun til að lesa fleiri bækur eftir Vilborgu. Ég mæli með bókinni fyrir alla þá sem hafa gaman af ævintýrum, dulúð og töfrum.

Takk fyri