Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

A7X
A7X Notandi síðan fyrir 18 árum, 5 mánuðum 462 stig
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)

Re: Notagildi hrossa

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Velkomin á áhugamálið hestar! Hér er vettvangur fyrir almenna umræðu um hesta og flest sem þeim tengist, hvort sem um áhugafólk eða vanari menn er að ræða, en þó er umræða um eldun hrossa ekki vel séð hérna, en hugi á annað áhugamál sem er alveg kjörið fyrir þá umræðu það er matargerð ^^ Auk þess er þetta ritstýrð umræða hérna og þar með er skítkast, hrossakjötsumræður eða stigahór ekki leyfilegt hérna og við hikum ekki við að láta banna fyrir það. - Stjórnendur áhugamálsinns, Hestafrik,...

Re: Hegðunarvandamál hrossa - Þau eða við?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hehe, það lítur alltaf vel út…. rosalega gaman að sitja stóra hesta þegar þeir eru mjög hágengir og kröftugir… öðvelt að monta sig og svona;)

Re: Hegðunarvandamál hrossa - Þau eða við?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hehe já, vá hvað það myndi bögga mann mikið, en ég vona að hann temjist fyrir þína hönd…. (og hans auðvitað), ég var nú að taka inn hross í gær, tókum inn fjóra hesta:P hrikalega hnjúskaðir greyin:/

Re: Hegðunarvandamál hrossa - Þau eða við?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Þessi hestur var undan Þætti frá Arnarhóli…. hehe já, Snarráður er hesturinn, fer í sláturhús:P og já, ég er sammála því að það mættu vera til fleiri svona hesahvíslarar í heiminum;) alveg sorglegt með þennan hest t.d. mikill hæfileikahestur að því er virtist vera, en svona er lífið, ekki dans á rósablöðum, lífið er dans á rósum:D

Re: Hegðunarvandamál hrossa - Þau eða við?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hmm, þetta var mjög gott svar…. en aftur á móti þekki ég hestinn vel og hann var alveg þokkalega taminn, reyndar aðeins göslaragangur í kringum þessi ákveðnu hross hjá þessu ákveðna fólki en það er samt ekki allt í lagi með hestinn, BLINDSVÍNHREKKJÓTUR OG ekkert virtist nokkurntímann var að í raun…. nema hausinn náttla…. en varla að ástæðulausu sem 1 af hverjum 3 hestum virðast vera asnar undan föðurnum, ég þekki líka þæg hross undan þessum hesti en ég átti reyndar einn sjálfur sem var...

Re: Hegðunarvandamál hrossa - Þau eða við?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
En svo verðum við nú líka að ath. það að einstaka hestur er bara geðveikur, sá einn svoleiðis fara í sláturhús um daginn. Það var búið að fá dýralækni til þess að kíkja á hann og ath. hvort líkaminn væri í lagi og ekkert að hestinum svoleiðis, en það var nú bara þannig að um leið og hnakkurinn kom á, (reyndar soldið misjafnt) þá kom kryppan upp, og alltaf hrekkti hesturinn um leið og hann hafði fengið á sig hnakkinn. Skipti engu máli hvaða hnakkur var settur á hann. Hesturinn fann ekkert til...

Re: Kópur með móður sinni

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Góð mynd af honum þarna:P mjög sætur:D

Re: Vordís

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Þetta er falleg hryssa sem þú átt…. en í sambandi við Herkúles, betra er seint en aldrei;)

Re: Hvernig ég eignaðist Kóp minn!

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Flott grein, gaman að lesa þessa grein, vel skrifuð og svona…. verðum að gera hann vel mannvanann í vetur;) en þó ekki frekann:D

Re: Hestasagan Mín

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Góð saga, ávallt gaman að lesa um hvernig aðrir byrjuðu í hestamennsku;) stefni sjálfur á að skrifa einhverja grein núna á næstunni;)

Re: hestarnir mínir.

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Flott grein, ávallt gaman að fá inn greinar af annara manna hrossum;)

Re: Reiðmennska í FSu

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Var Hugrún ekki að tala um að það kostaði 17 þúsund að vera með sinn eiginn hest?

Re: Reiðmennska í FSu

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hmmm, veistu það að ég held að ef það sé einhver klíkuskapur hérna þá held ég að hann sé ekki meiri heldur en annars staðar, skólapartýin eru ábyggilega bara svona eins og flest önnur (hef samt ENGA reynslu af þeim þannig að EKKI taka mikið marka á mér um partýin). Heyri allavega sjaldan slæmar sögur úr þeim, auðvitað er drukkið í einhverjum partýum en þá er ekki þar með sagt að maður þurfi sjálfur að drekka;) Góð rök fyrir foreldrana eru þau að hérna er ekki hættulegra að vera frekar en...

Re: Reiðmennska í FSu

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Þetta myndi ég segja að væri afar gott framtak að kynna hestabrautina hérna, ég er líka á þessari braut og þetta sem maður lærir hafði maður ekki grænann grun um að væri til (þannig séð) þó svo að maður hafi verið í hestum alla sína tíð:P En svo má líka nefna það að það eru líka aðra hvora viku, svona sýnikennsla þar sem við sjáum fagmenn að verki og sjáum þá enn betur hvernig áhrif við höfum á hestinn með þeim æfingum sem við erum að læra þó svo að það virki kannski ekki strax hjá okkur;)...

Re: Að vera í annars manns hnakki.

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég hef riðið í öðrum hnökkum en mínum einstaka sinnum og satt besta að segja verð ég að segja það að á meðan ég er að venjast þessum hnökkum finnst mér ég vera alveg ömurlegur knapi:/ en finn þegar ég vennst þeim… en ég er nú þannig gerður að ég nota bara mitt og vill ekki neitt annað;)

Re: Að vera í annars manns hnakki.

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ef þú hefur lítið jafnvægi þá er um að gera að sækja námskeið og þess háttar eins og Regza var að segja en Bennys Harmoni Comfort eða Fókus finnst mér vera með 100% jafnvægi og mjög góður í svoleiðis, breiðara sæti í honum heldur en t.d. Hrímni.

Re: Notkun hnakka og eitt og annað..

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Flott grein….. gaman að lesa soldið um hakkana og hvernig þeir hafa þróast í gegnum tíðina;)

Re: Notkun hnakka og eitt og annað..

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég hef reyndar heyrt að maður missi frekar jafnvægið ef maður heldur í reiðann og svo í faxið ef hann hrekkir, en kannski bara vitleysa í mér;)

Re: Einn elsti hestur landsins...

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Nei, ekki ef hann er ekki að þjást, en það er bara svo oft sem hrossunum er farið að líða illa þegar þau eru orðin mjög gömul, lélegar tennur, eiga erfitt með að ná á sig holdum, lélegar fætur og allt eftir því. Ég myndi bara fylgjast með því alveg frá þrítugsaldrinum.

Re: Einn elsti hestur landsins...

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég verð bara að segja fyrir sjálfann mig að ég myndi bara skjóta hestinn minn ef hann væri orðinn eitthvað lélegur, mér þykir bara svo vænt um mín dýr að ég myndi ekki láta þau lifa ef þau væri orðin léleg, þeim líður mikið betur eftir á.

Re: Eg og Gydja, keppniskap.

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Flott hryssa, aldrei samt gott að hafa of mikið utan á þeim þegar þau fara í byggingadóm, en hef samt heyrt að þau fái hærri dóm ef það er soldið utan á þeim, en við skulum bara vona að hún verði 1. verðlauna hryssa, mjög myndarleg;)

Re: Hvað er að gerast?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já, þeim er sem betur fer illa við rafmagnsstrengina en reyndar kynntist ég einni hryssu fyrir nokkrum árum sem setti bara hausinn undir strenginn og labbaði á stað þannig að strengurinn straukst hægt og rólega eftir bakinu á henni og svona gerði hún allt sumarið, maður hefði haldið að straumurinn hefði átt að halda henni inni, en nei…. svo veit ég reyndar ekki hvað hún gerir við venjulegar girðingar, sá það aldrei… en þetta er furðulegt með sum hross hvað þau gera til þess að komast út úr...

Re: Hvað er að gerast?

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Maður hefði nú talið sig vera í rétti ef maður keyrði á hest um miðja nótt eða eitthvað, held að hesteigendurnir ættu alltaf að passa það að hrossin komist ekki úr girðingunni, auðvitað til eitt og eitt hross sem færi í gegnum steinvegg eða eitthvað bara til þess að komast út, en þá er það náttla ekki orðið mál ökumanna.

Re: Hvað er að gerast?

í Hestar fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég persónulega hef tekið eftir því í mínu hesthúsahverfi að það eru mikið af HESTAMÖNNUM sem keyra eins og vitfyrringar í hverfinu og framhjá hestamönnum og öllu saman, jafnvel með rúllu á kerru og plastið marga metra fjúkandi til að aftan og fælandi fyrir manni hrossin, ekki eins og þeir sjái ekki plastið í speglunum. En svo eru það auðvitað ekki bara hestamenn…. eini reiðvegurinn sem ég get notað í mínu hverfi er svona aðal sveitavegur…. malbikaður…. þar koma stundum steir sportarar saman...

Re: Spegill

í Hestar fyrir 16 árum, 7 mánuðum
hehe já, það var allavega ekki slæmt veður þannig að ég kannski bara þakka rykinu fyrir að vera, annars hefði augljóslega verið rigning eða eitthvað… en já allavega, takk fyrir þetta;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok