Einn elsti hestur landsins... „Hann hafði verið lélegur síðustu árin, enda lítið notaður þar sem ég er orðinn gamall og hef ekkert farið í göngur,“ segir Jón Stefánsson, bóndi í Höfðabrekku í Kelduhverfi við Öxarfjörð. Blakkur kvaddi þennan heim í byrjun nýs árs að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Blakkur var þrjátíu og átta vetra og var orðinn ansi hrumur. Jón bóndi segir að hann hafi einfaldlega verið orðinn saddur lífdaga. „Hann var daufur í fyrradag og lélegur að borða og í gær datt hann bara út af,” segir Jón og bætir við að það sé alltaf erfitt að horfa á eftir dýrunum.

„Ég er nú bara einn hérna en fékk heimsókn í gær svo sorgin var minni. Það eru helst barnabörnin sem eru sorgmædd en þau vissu svo sem að hann færi að deyja. Blakkur var barngóður hestur og afskaplega rólegur nú í seinni tíð. Þegar ég fékk hann var þetta framúrskarandi gangnahestur og alveg einstakur í móunum,“ segir Jón.

Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal, segir að það sé afar óalgengt að hestar nái svona háum aldri.

„Þetta hlýtur að hafa verið einn elsti hestur landsins, að minnsta kosti man ég ekki eftir svona gömlum hesti,” segir Lísa og bætir við að hestar á útigangi til sveita lifi oft lengur en hestar í borginni.


Svekkjandi fyrir alla:( reyndar var hann komin til árana en þetta er bara ótrúlegt.Ég bara vorkendi barnabörnunum:'(ætla þetta hafi ekki verið uppáhalds hesturin þerra og nú bara horfin fyrir fullt og allt.Af hverju leifir fólk þeim ekki að deyja á eðlilegan hátt?í staðinn fyrir að svæfa þau? en nóg af þessu hér er annað…


Ég var að lesa um múkka á hestum of fannst það mjög góð grein og sömuleiðist er íslenski hesturinn forngripur of ég hvet þá sem skrifuðu þetta að koma með fleyri greinar:D



grein tekin af bóndi.is gamlar frétti