Hvað er að gerast? Heyrðu ég var inná Eiðfaxi.is og getið hvað ég rakst á!…:

“Komið var að illa slösuðu hrossi á Borgarfjarðarbraut við Bæjarsveitarveg um kl. átta í morgun. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er ekki vitað hvort ekið hafi verið á hrossið eða það dottið af bíl, en ljóst er að hrossið er mikið slasað. Málið er í rannsókn.”


“Hross drapst eftir að vöruflutningabíll ók á það á þjóðveginum norðan við Akureyri í gærkvöldi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist eitthvað. Hesturinn hafði sloppið út úr gerði í grenndinni og ökumaðurinn sá hann ekki í tæka tíð þar sem hann var á lágu ljósunum eftir að hafa mætt bíl.”


Grey dýrin eru víst bara alltaf fyrir á þessari stundu…eða erum þetta bara við…ég bara spyr en ég varð nú bara hissa! Þetta gerðirst á sama degi að hrossin voru fundin annað dáið og hitt er ílla slasað. Gæti þurft að lóga því :(

En ég er að gera könnun sem er á hestar hvort að það sé nóg tilit sé tekið til hestamanna? Endilega taka þátt ég vil fá að sjá útkomuna:D

Gamlar fréttir sem ég var að fletta upp:
tekið af mbl.is á leit. Skrifaði hross.

“1.okt: Hross stökk upp á Sauðárkróksbraut og skall á hægri hliðina á bíl sem ekið var þar um í gærkvöldi. Hrossið meiddist svo illa að það varð að aflífa það en enginn piltanna þriggja sem voru í bílnum meiddist. Bíllinn skemmdist lítið og var ekið af vettvangi.”

“12.apríl: Bíll með ökumanni og farþega innanborðs var ekið á tvö hross í grennd við Hvammstanga um miðnætti í gær. Hrossin hlutu það alvarlegan skaða að aflífa þurfti bæði.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru tildrögin þannig að hrossastóð hafði sloppið út úr girðingu og voru eigendurnir að reka stóðið til baka og gerði viðeigandi öryggisráðstafanir gagnvart aðvífandi bílaumferð.

Þó fór það svo að einn ökumaður tók ekki eftir aðvörunarljósum frá bílum hestafólksins og lenti á hrossunum tveim. Varð það harður árekstur og mildi að ekki skyldi fara verr.”


“10 nóv 2006: Lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu í gærmorgun um þrjár hryssur sem lágu dauðar við fallinn rafmagnsstaur í Akrahreppi. Starfsmenn RARIK uppgötvuðu hvers kyns var þegar þeir voru sendir til viðgerðar á staurnum, en hann er talinn hafa látið undan í óveðrinu um síðustu helgi með þeim afleiðingum að rafstrengurinn slóst í hrossin og drap þau.”


Ég er að vona að veturinn verðir ekki verri eftir allt þetta. Það voru fleyri frættir en ég bara nennti ekki að setja meira.Það er ein frétt frá 2006 ef þið fyrirgefið ne ég fór að taka eftir því að það er minna um að keyrt sé á kindur en hross en sammt eru hrossin stærri.

Kveðja Kjullinn