mer bara leiddist og byrjaði að teikna
Þessi mynd var og er upphafið á teiknistílnum sem ég hef tileinkað mér. Frekar óhuggulegar og oft særðar verur teiknaðar frekar gróft, en samt legg ég mikin tíma í þær. Ég reyni að láta sem mest vera í gangi á myndfletinum til þess að festa augað og hindra fólk í að bara rétt líta á myndina án þess að pæla neitt í henni. Ég var eitthvað pirraður þegar ég teiknaði þessa og fann góða útrásaraðferð í myndefninu. :)
Þegar að ég frétti að það má senda allt um list hingað ákvað ég að senda inn þessa mynd. Þetta er í Kivik í austur Skåne (Svíþjóð) á hinni árlegu epplasýningu (og sölu). Þarna eru ræktuð epli allt árið og seld svo á þessari hátíð. Svo var þetta listaverk þarna núna sem er gert með eplum af öllum sortum :D