Væri til að geta teiknað svona vel…
Þessi er gerð eftir málverki Michelangelos “Sköpun Adams” sem að er í loftinu á Sixtínsku kapellunni.
Hér er eitt af mínum uppáhaldsmálverkum móður minnar, móðir mín er nú samt ekkert voða sátt við það, sér víst eitthvað af göllum í því sem að ég virðist ekki geta komið auga á. Myndin kallast víst Innilokuð þar sem hún lýsir manneskju sem er mjög þung, á erfitt í lífinu í augnablikinu en mun ekki gefast upp.