Ég var að fá svona tölvupenna sem gerir mér kleift að teikna beint inn á tölvuna. Það tekur smá tíma að venjast þessum kvikindum, en þetta er frumraunin… Myndefnið er sprottið upp af biksvörtum húmor sem ég sé því miður enga leið að útskýra.
Þetta er Náætan. Hún er búinn að vera lengi í þróun, en upprunalegu hugmyndina átti Aggi félagi minn (held hann kalli sig ThomYorke hér á huga). Fyrst var Náætan bara kúla með augu og tennur, svífandi um, en þetta er fyrsta myndin af henni með útlimi. -Teiknuð 2002.
Eitthvað sem ég skitsaði upp, er samt helvíti óánægð hvernig skanninn nær aldrei myndunum eins og þær eru, verða alltaf ljótari finnst mér eftir skannan
Jæja þegar mér leiðist í tímum þá fer ég venjulega í desember mánuð í “kalendarbókinni” man ekki nafnið í aunablikinu, þarna þar sem maður skrifar hvað maður á að læra heima og teikna eitthvað um jólin, hér getið ´þið séð 3 dæmi af því sem ég teikna venjulega, ven mig á að teikna svona barnalegar jólamyndir…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..