Stóra Tónlistarkönnunin á Hugi.is Stóra Tónlistarkönnunin á Hugi.is.

Mig hefur alltaf langað að vita hvað er vinsælasta hljómsveitin á hugi.is og mér datt í hug að senda inn eina stóra Tónlistarkönnun. Þessi könnun gengur þannig fyrir sig að notendur svara nokkrum spurningum og senda mér síðan svörin í annaðhvort hugaskilaboðum eða í gegnum e-mail. Ef það taka nógu margir þátt þá birti ég niðurstöðurnar eftir nokkrar vikur eða mánuð eða eftir einhvern tíma.

Spurningarnar eru svohljóðandi:

5 bestu erlendu hljómsveitir:
5 bestu erlendu söngvararnir:
5 bestu erlendu gítarleikararnir:
5 bestu erlendu bassaleikararnir:
5 bestu erlendu trommuleikararnir
Besta íslenska hljómsveitin:
Besti íslenski söngvarinn:

Ef ég fæ nóg af svörum birtist þetta í kubb á Tónlistaráhugamálinu. Ef þið vitið ekki neitt um gítarleikara eða bassaleikara eða trommuleikara þá er hægt að sleppa að svara þeim spurningum. Ég vil bara biðja fólk að svara sem flestum spurningum og ekki bulla með því að segja að t.d Leoncie sé uppáhalds söngkonan þeirra því það er bara rugl og ég tek ekki marg á svoleiðis rugli. Bara taka þetta alvarlega og svara heiðarlega. Það er hægt að svara með því að senda Roadrunner hugaskilaboð eða e-mail (vegahlaupari@hotmail.com) eða þá bara svara hérna fyrir neðan í svari.

Reynum að gera þetta vel og endilega takið þátt.

Kv. Roadrunne