Gleymt lykilorð
Nýskráning
Metall

Metall

7.748 eru með Metall sem áhugamál
58.508 stig
1.204 greinar
8.399 þræðir
88 tilkynningar
5 pistlar
3.885 myndir
885 kannanir
238.130 álit
Meira

Ofurhugar

thorok thorok 2.902 stig
dordingull dordingull 2.132 stig
aceshigh aceshigh 720 stig
hamrotten hamrotten 588 stig
JohnnyB JohnnyB 558 stig
Naridill Naridill 524 stig
olig olig 518 stig

Stjórnendur

Söngvari Dysthymia? (49 álit)

Söngvari Dysthymia? Lítur út fyrir það…

Mayhem (12 álit)

Mayhem Norska svartmálmsveitin Mayhem !

The Faceless (14 álit)

The Faceless Meistararnar í Death Metal bandinu The Faceless:)

Trivia. (3 álit)

Trivia. Svo hvaða band er þetta?

Trivia. (50 álit)

Trivia. Um leið og ég sá þessa mynd þá varð ég að setja inn Triviu. Svo ég spyr, hvað heitir bandið?

Já, þetta er metall
Já, þetta er all male band.
Nei, þeir heita ekki eitthvað í líkingu við “We are transexuals” eða eitthvað svoleiðis, þó svo að þeir þætu alveg verið það.
Og nei ég hef ekki heyrt í þessu

Trivia (12 álit)

Trivia Hvada eitursvali naungi er thetta?

Dodsferd (20 álit)

Dodsferd Án efa eitt besta (black metal) bandið í gangi í dag.
Klikkað aggressive tónlist með old school black metal ívafi.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 í Grikklandi af manni sem kallar sig Wrath.
Wrath semur alla tónlist og texta og tekur allt upp sjálfur nema trommurnar.
Fyrst gaf hann út 1 demo árið 2004 og árið 2006 kom fyrsta platan hans út en hún ber nafnið ,,Desecrating the Spirit of Life“.
Sú plata fannst mér ekkert eitthvað sérstök,, en hún á sína spretti.
Árið 2007 tók Wrath sig til og gaf út 2 breiðskífur og eitt split(Ganzmord).
Breiðskífurnar báru nafnið ,,Fucking Your Creation” og ,,Cursing Your Will to Live“ en splittið heitir ,,Doom and Destroy”.

Textarnir fjalla að mestu leiti um hatur Wrath á mannkyninu,heimsku mannkynsins og andkristni.
Lögin heita öll afskaplega skemmtilegum nöfnum sem dæmi má nefna ,,…And Disease Was Spread in a Matter of Seconds“ þar sem Wrath líkir trúarbrögðum(Kristni?) við sjúkdóm eða ,,Failure Was Described as Religion, as Heresy” sem er á svipuðum nótum.

Viðtöl:
http://www.highwiredaze.com/dodsferd.htm
http://www.lordsofmetal.nl/showinterview.php?id=1823&lang=en

Hægt er að panta plötuna hér:
http://www.moribundcult.com/

Hægt er að sækja ,,Fucking Your Creation" hér:
http://rapidshare.com/files/19493934/Dodsferd-2007-Fucking_Your_Creation_Promo_-_metalarea.org__by_chu.rar

Hægt er að sækja ,,Cursing Your Will to Live" hér:
http://rapidshare.com/files/56863432/Dodsferd-2007-Cursing_Your_Will_To_Live-_metalarea.org__by_chu.part1.rar
http://rapidshare.com/files/56866052/Dodsferd-2007-Cursing_Your_Will_To_Live-_metalarea.org__by_chu.part2.rar

Alvöru black metal!
Mæli með þessu.

Sad - A Curse in Disguise (7 álit)

Sad - A Curse in Disguise Önnur plata black metal hljómsveitarinnar Sad kom út núna á árinu.
Tónlistin er ekki með neitt hljómborðs eða syntha bull,, bara straight forward old school black metal.
Hvað varðar textagerð held ég að Todestrieb hafi lýst því ágætlega – ,, SAD intented to play dismal pessimistic Black metal as minimal as it gets with no keyboards and samples. The lyrical content deals with the dark aspects of life and beyond "
Ágætis black metal hér á ferð,, allavega eitthvað sem vert er að kíkja á.

Heimasíða og sample lög:
http://users.forthnet.gr/ath/thimios/

Hægt er að panta hana hér:
http://www.todestrieb.co.uk/distro/product_info.php?products_id=2309


Ég skal reyna að henda inn link á plötuna sjálfa.

Trivia (17 álit)

Trivia Trivia, hverjir eru þetta?

Dissection - Storm of the Light's Bane. (17 álit)

Dissection - Storm of the Light's Bane. Þetta er mín uppáhaldsplata og hérna er smá dómur um hana sem ég gerði sem íslenskuverkefni:

Storm of the Light's Bane er önnur breiðskífa sænsku hljómsveitarinnar Dissection. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 í smábænum Strömstad í Vestur-Svíþjóð og naut fyrsta breiðskífa þeirra, The Somberlain, nokkurra vinsælda. Storm of the Light's Bane, eða Stormur Ljóssins Bana ein og það útleggðist á íslensku, kom út árið 1995 er hins vegar platan sem kom Dissection á kortið.

Lögin á þessari plötu eru heldur í lengri kantinum eins og tíðkast oft hjá jafn tæknilegum hljómsveitum og þessum sænsku drengjum. Þau verða síður en svo langdregin þar sem farið er með hlustandann í ferðalag. Eina stundina er maður staddur í trjálundi þar sem engill dansar og skuggaleg vera fylgist grannt með en fyrr en varir er engillinn dáinn og við fylgjumst með ferð hans til þess staðar sem látnir englar hvíla á. Fjölbreytnin og athyglin sem þeir veita smáatriðum spila vel saman og vinna að því að skapa sem besta heild. Hver og einn hljóðfæraleikari gefur allt sitt og úr verður það meistaraverk sem Storm of The Light's Bane er.

Af hverri einustu nótu og höggi drýpur illskan, myrkrið, eymdin og guðlastið. Dissection er greinilega miklir aðdáendur þungarokks af gamla skólanum og mætti segja sem svo að þeir séu þungarokkssveit sem dvalið hefur í vítislogum í árþúsundir og séu komir á jörðina til þess að láta okkur þjást með þeim…

…og við njótum þess.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok