Mín uppáhalds plata með Norska black metal bandinu Tsjuder. Því miður er sveitin hætt en Nag og Desecrator eru með nýtt band að nafni Krypt, en þeir hafa aðeins gefið út eina EP plötu ,,I am God".
Black/Funeral Doom bandið Elysian Blaze gaf út þessa þessa plötu núna á árinu. Mutatiis er maðurinn á bakvið þessa geðveiki og er þetta eitt af þessum eins manns böndum sem gengur ágætlega upp.
Snilldar black/symphonic/folk/prog hræringur í boði Borknagar. Uppáhaldsdiskurinn minn með þeim og sá seinasti sem Vortex söng inn á, hef nú ekki hlustað mikið á efnið þeirra með Vintersorg sem söngvara en stefni á að gera það bráðlega. Uppáhalds lag í augnablikinu af disknum: Colossus
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..