Ég hef tekið eftir því núna undanfarna mánuði hvað rokk aðallega rokk í þyngri kanntinum er farið til fjandans. Eins og systir mín hún horfir oft á Popptíví og þar er verið að spila lög með hljómsveitum eins og Linkin' Park , P.O.D. , Limp Bizkit , Puddle of mudd , Jimmie eat world og fleiri og þeir voga sér að kalla þessar hljómsveitir þungarokks bönd. Þetta er ekkert annað en bara eitthvað peningaplokkandi tónlist sem ætti ekki skilið að vera spiluð í útvarpi né sjónvarpi og svo er þetta ekkert skárra en helvítis píkupoppið. Eins og ég sagði mér finnst vera búið að eyðileggja gott rokk með því að láta þær spila eitthvað annað en þeim langar vegna þess að markaðurinn er ekki að fíla tónlistina sem þeir spiluðu áður. Ég get bara tekið skýrt dæmi með þetta, Metallica þeir voru að spila mjög góða og skemmtilega tónlist en núna eru þeir farnir að spila eitthvað væl útaf markaðurinn fílar það frekar? Svo get ég líka nefnt hljómsveitir eins og Incubus þeir voru að spila ógeðslega góða tónlist en svo sagði einhver við þá að markaðurinn væri ekki að fíla þetta. Nú er maður farinn að heyra Incubus spilaða á FM957 ??? comon?

En allavega hvað finnst ykkur um þetta? Eruði sammála þessu?

Kv. Andri
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius