True Fantasy Live Online, væntanlegur MMORPG fyrir XBOX frá Level 5.
Þessi vanmetni titill kom út 2002 og hafa 10 leikjasíður gefið leiknum 100% í einkunn. Hann var þróaður af meistaranum Shigeru Miyamoto (Zelda, Mario, Metroid) og er einskonar draumaleikur hans. Miyamoto fékk hugmyndina að leiknum á því að skoða maurana í garðinum hjá sér. Margir halda örugglega, eins og ég áður en ég fékk hann, að þetta sé “barnaleikur”. Það hafa eflaust margir haldið það sama um The Legend of Zelda: The Wind Waker. Vá, hvað sumir eru að missa af! 10/10
Mynd úr leik sem spilaður er með hinu byltingarkennda Eyetoy fyrir Playstation 2. Eyetoy kemur út seinna á árinu hér aðeins í evrópu til að byrja með enda eru það bretar sem gera þessa snilld. Maður mun geta keypt Eyetoy + einhverja “mini” leiki á sama verði og venjulegan leik. Í fyrstu munu aðeins vera svona “mini” leikir eins og þessi Kung-Fu leikur sem myndin hér er úr, dans leikur, leikur þar sem maður er að verjast á móti fullum öpum, boxleikur, “puzzle” leikir ofl. enn seinna mun þetta þróast útí stærri leiki og jafnvel online-leiki segja þeir hjá SCEE. Ef þig langar T.D. til að berja vin þinn í klessu í “þykjustu” þá er þetta málið.