Leikjatölvur Þessi vanmetni titill kom út 2002 og hafa 10 leikjasíður gefið leiknum 100% í einkunn. Hann var þróaður af meistaranum Shigeru Miyamoto (Zelda, Mario, Metroid) og er einskonar draumaleikur hans. Miyamoto fékk hugmyndina að leiknum á því að skoða maurana í garðinum hjá sér. Margir halda örugglega, eins og ég áður en ég fékk hann, að þetta sé “barnaleikur”. Það hafa eflaust margir haldið það sama um The Legend of Zelda: The Wind Waker. Vá, hvað sumir eru að missa af! 10/10