Hluti af safninu mínu, en það vantar sem dæmi NES, NES leikina, PSX og fleira. En þarna má sjá NGC, N64, SNES, Xbox, PS2 og Dreamcast. Eitthvað vantar þó af DC, PSX og PS2 leikjunum.
Þetta snilldarverk er fjórðbesti tölvuleikur á GameCube samkvæmt gamerankings.com (fyrir utan íþróttaleiki) á eftir Metroid Prime, The Wind Waker og Soul Calibur II. Viewtiful Joe er exclusive á GameCube og meðal frumlegustu og bestu leikja sem gerðar hafa verið í sögu leikjatalva að mati margra. IGN gefur leiknum 9.5, Nintendojo 9.8 og GamingWorld 10 af 10 mögulegum.