Nýr leikur frá Playstation ( djók )
Þetta snilldarverk er fjórðbesti tölvuleikur á GameCube samkvæmt gamerankings.com (fyrir utan íþróttaleiki) á eftir Metroid Prime, The Wind Waker og Soul Calibur II. Viewtiful Joe er exclusive á GameCube og meðal frumlegustu og bestu leikja sem gerðar hafa verið í sögu leikjatalva að mati margra. IGN gefur leiknum 9.5, Nintendojo 9.8 og GamingWorld 10 af 10 mögulegum.
Nú í mars kemur loksins eftir mörg ár fyrsti Square leikurinn á Nintendo heimilisleikjatölvu. Því miður er hann multiplayer-leikur sem er leiðandi dæmið til þess að samofa lófatölvuna Game Boy Advance og GameCube. Hann heitir Final Fantasy: Crystal Chronicles og heitir þróunaraðilinn nú Square-Enix. Til að njóta leiksins sem best ætti maður að eiga átta batterí, fjórar Connection-snúrur, fjögur Game Boy Advance, en helst fjögur GBA SP, eitt eintak af Final Fantasy: Crystal Chronicles, eitt eintak af Final Fantasy: Tactics – Advance, GameCube leikjatölvu og Memory Card (helst dýrari týpan) og þá byrjar fjörið. Að sögn Nintendo er “Connectivity” það mikilvægasta í heiminum og miklu öflugra markaðstæki en online leikir. Þetta er fimmtugasti og þriðji RPG leikurinn frá Square-Enix og fá Nintendo aðdáendur loksins kost á að njóta þess sem PSOne eigendur hafa montað sig af í mörg ár. CONNECTIVITY!
Þessi vanmetni titill kom út 2002 og hafa 10 leikjasíður gefið leiknum 100% í einkunn. Hann var þróaður af meistaranum Shigeru Miyamoto (Zelda, Mario, Metroid) og er einskonar draumaleikur hans. Miyamoto fékk hugmyndina að leiknum á því að skoða maurana í garðinum hjá sér. Margir halda örugglega, eins og ég áður en ég fékk hann, að þetta sé “barnaleikur”. Það hafa eflaust margir haldið það sama um The Legend of Zelda: The Wind Waker. Vá, hvað sumir eru að missa af! 10/10