Julia Roberts enn launahæst kvennaleikara Nýbakaða móðirinn Julia Roberts er launahæst kvenna í Hollywood þessa dagana með 20 milljónir að meðaltali fyrir hverja og eina mynd en þetta eru rúmlega 124 milljónir í íslenskum krónum.

Cameron Diaz tekur einnig tæpar 20 milljónir fyrir hverja mynd, þar á eftir koma Nicole Kidman, Reese Withersponn og Drew Barrymore sem taka 15 milljónir á mynd.

Kirsten Dunst tekur 8 milljónir, Lindsay Lohan 7,5 milljónir. Mandy Moore og Jessica Alba eru “aðeins” að taka 3 milljónir sem þykir ekki mikið í miða við hversu stórt nafn þær eiga að vera.

Top 10 listinn er svona:
1. Julia Roberts - 20 milljónir
2. Cameron Diaz - 20 milljónir
3. Nicole Kidman - 15 milljónir
4. Reese Witherspoon - 15 milljónir
5. Drew Barrymore - 15 milljónir
6. Halle Berry - 14 milljónir
7. Sandra Bullock - 12-15 milljónir
8. Angelina Jolie - 12-15 milljónir
9. Renee Zellweger - 12 milljónir
10. Jennifer Lopez - 12 milljóni