Panic Room
lengd: 112 mín.
Leikstjóri: David Fincher
Aðalhlutverk: Jodie Foster, Forest Whitaker, Jared Leto, Dwight Yoakam og Kristen Stewart
Handrit: David Keopp
Tegund: Drama, Spenna, Thriller
Framleiðsluár: 2001
tagline: It was supposed to be the safest room in the house
Bandarísk



Myndin kom út árið 2002. Myndin fjallar um Meg Altman (Jodie Foster) og dóttur hennar, Sarah Altman. Meg er nýbúin að skilja við eiginmann sinn, Stephen Altman (Patrick Bauchau), sem er ríkur lyfjafræðingur. Meg og Sarah flytja inn í heldur stórt hús í byrjun myndarinnar (370 fermetrar og 4 hæðir), en um nóttina Brjótast nokkrir óprúttnir náungar og eru að leita að dálitlu, þeir Burnham (Forest Whitaker), Raoul (Dwight Yoakam) og Junior (Jared Leto).

Myndin hefur svosem verið að fá fína dóma víðast hvar og er með 7,4 á imdb. Þetta er fimmta mynd David Fincher (Fyrir utan tónlistar) og er leikur í myndinni nokkuð góður, best fannst mér samleikur Leto og Whitaker, en Foster er eins og flestir vita frægust fyrir leik sinn í Silence Of the Lambs þar sem hún lék á móti Anthony Hopkins undir leikstjórn Jonathan Demme, en þau fengu öll óskar. Myndin var á toppnum í USA í tvær vikur.

Panic room er með nokkuð þétt handrit, en þó nokkuð fyrirsjáanleg, en leikur og tónlist var ég nokkuð hrifinn af. Myndin er fín fyrir aðdáendur spennumynda, eða leikaranna.
Þess má geta að ég sá Panic Room á óvissusýningu í Smárabíói.
***/****