Saving Private Ryan Jæja, nú er aðfangadagskvöld liðið og fékk maður nú margt sniðugt í jólagjöf, ég fékk talsvert af DVD myndum, m.a. myndina Saving Private Ryan og þar sem að þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum þá langaði mig til að skrifa stutta grein um hana. Ég tek það fram að það verður eitthvað um spoilera hérna …

Leikstjóri: Steven Spielberg
Framleiðsluár: 1998
Aðalhlutverk: Tom Hanks, Edwars Burns, Matt Damon ofl.
Lengd: 2klst. og 45mín.

Myndin hefst á þvi að Ryan (Damon) er orðin gamall maður og fer í kirkjugarðinn að minnast fallinna vina. Á meðan hann er þar, rifjar hann upp innrásina í Normandí, 3.júní 1944, þegar innrásarmenn réðust þar gegn Þjóðverjum.

Þegar fyrsta árásin er afstaðin er komið að því að telja þá föllnu, kemur í ljós að 3 bræður af 4 hafa verið drepnir og þessi eini sem er eftir er James Ryan, hershöfðinginn fær boð um fall bræðranna og gefur því skipun um að sveit John Millers (Hanks) haldi af stað og bjargi þessum eina óbreytta Ryan, því að þeir geta ekki hugsað sér að móðir bræðranna missi þá alla.

Þeir halda því förinni lengi áfram og gefast ekki upp þar til þeir loksins finna Ryan og segja honum þessi tíðindi og biðja hann að fara heim, en Ryan hefur þá fengið önnur fyrirmæli um að verja brúna í París og neitar algjörlega að fara frá henni.

Við þessi viðbrögð verða Miller og menn hans reiðir eins og gefur að skilja þar sem að þeir höfðu lagt mikið á sig við að finna hann. Engu að síður þá láta þeir undan og Ryan verður um kyrrt og þar með er spennandi barátta um hvort að brúni verði haldið …

Þessi mynd er stórskemmtileg og fróðleg og ég hvet alla stríðsmyndaunnendur að sjá hana ef þeir eru ekki búnir að því. Þessi mynd fékk fimm Óskarsverðlaun, þ.á.m sem besti leikstjóri(Spielberg) og fyrir besta hljóð.
En eins og ég sagði þá er þessi mynd mjög góð og fær hún nánast fullt hús hjá mér ****/*****