Já. Ég er semsagt hljóðfæraleikari og vinn svona semí erfiðisvinnu. (Lyfta þungum hlutum og fleira skemmtilegt sem tengist útiframkvæmdum...)

Lenti svo í því að klemma vöðvafesturnar í öxlinni og það er svo mikill þrýstingur að það þrýstir á bláæðar hjá mér...Sem er ekkert voðalega sniðugt eða þægilegt ef út í það er farið...

Öll taugin (sem liggur s.s. ofan úr hálsi, inn í gegnum axlarliðinn, niður upphandlegginn, einhvernveginn í gegnum olnbogann og kvíslast svo niður í fingur) er semsagt klemmd í axlarliðnum ásamt vöðvafestunum... Þetta er fokking sárt og get hvorki unnið né spilað í þessu ástandi, það eru engin verkjalyf sem hjálpa mér (búin að prófa fáránlega skammta af íbúfeni og voltaren, allt skv. læknisráði). Ligg/sit með hitapoka á mér og breytist í sveskju í baði til að fá örskamma lausn á óþægindunum....Og kærastinn minn hefur verið mjög duglegur að nudda mig.

Einhver sagði mér að ég þyrfti að styrkja vöðvana í öxlinni til að koma í veg fyrir að þetta gerðist aftur...

Kunniði einhverjar æfingar sérstaklega til að styrkja axlir og herðar? 

Og ennfremur...eruði með góð ráð gegn verkjunum?

Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.