Ég hef oft verið að pæla í einu í sambandi við stera, sértakslega eftir að ég fékk invite í "fitness og vaxtarræktar groupuna á facebook". Pæling er sú að hvað er málið með að sterar eru svona mikið feimnismál? Að fólk sem er klárlega að nota þau harðneitar því. Ég meina afhverju að neita því þegar þú getur bara sagt "Já ég er að taka stera og mér er sama hvað öllum öðrum finnst af því að ég geri það sem mér langar til að gera"... í staðinn fer fólk mjög leyndu yfir þessu og neitar því trek í trek, ég meina þú ert ekkert minni maður eða "svindlari" ef þú tekur stera allavegna ekki að mínu mati.

Hvað finnst ykkur?
~~ Ég er lolzor og ég lulza.