Góða kvöldið, ég er 16 ára strákur sem hef stundað lyftingar af viti frá því rétt eftir jól (þ.e.a.s. 4x í viku).
Ég var allavega að pæla hvort þið vilduð gefa upp ykkar tölur og aldur, gaman að sjá fólk á sama aldri, og kannski hversu lengi þið hafið stundað ræktina.

Ég hef allavega engar sérstakar max þyngdir en ég repsa yfirleitt 6/6/4 semsagt 16 lyftur allt í allt eða 6/6/6.
Þyngdirnar sem ég tek eru:

Bekkpressa:60kg x 16, 70kg mesta sem ég hef gert(eftir að ég tók 60x16)
Deadlift: 100kg x 16, 135kg mesta sem ég hef tekið, en það var 18.febrúar
Hnébeyja: 80kg x 16, hef ekki prufað þyngra en það (Er í actic og tek þetta í rakkanum fyrir þetta en hef ekki prufað alvöru)