Tökum smá tilraun. Ef þú tekur karlmann sem er í ágætis formi, hefur reynslu af allskonar íþróttum og kann nokkurn veginn allar æfingar sem nokkur maður gæti nokkurntíman þurfað að kunna til að ná árangri í einhverju.

Gæti sá maður, ef við gefum okkur að matarræði og svefn séu í toppstandi, mætt 6 daga vikunnar í ræktina og gert bara “eitthvað”, eða það sem honum langar að gera og náð samt árangri. Ef við gefum okkur að hann hafi góða þekkingu á því hvernig lyftingarprógrömm virka og að hann passi sig að allir líkamshlutar fái eitthvað að gera. Gæti þessi maður ekki orðið bæði sterkur, fljótur og í betra formi en nokkurn veginn 90% af mannkyninu með því að taka bara það sem honum langaði. Again, ef við gefum okkur að þessi maður hafi mikið vit á því sem hann er að gera og sé með bæði matarræði og svefn í toppstandi.

Og nú erum við ekki að leitast eftir því að maðurinn sé að fara að keppa í einu né neinu, heldur er spurningin bara: gæti þessi maður ekki komið sér í og haldið sér í toppformi með svona hugsun, ef við gefum okkur að hann sé með intensity eins og alvöru maður í hvert sinn sem hann labbar inn í gymmið.